Sunday, March 29, 2009

Djúp meining en samt svo einföld.

" Öll veröldin í kringum þig verður fögur ef þú skilur að þú ert þú "

Búrfellsgjá






Fór í dag í göngu með Röggu,Guðbrandi og Trölla í Búrfellsgjá.
Mjög gaman að ganga þarna í góðu veðri og ekki spillti félagsskapurinn fyrir.
Nói og Nökkvi voru hálf spældir að fá ekki að koma með en ég bætti það upp þegar ég kom aftur til baka og fór með
þá í smá gögnu hér í hverfinu.

Sunday, March 22, 2009




Þá er sjötta yogahelgin búin og gékk mjög vel.
Ýmislegt sem við lærðum og nutum.
Alltaf gott að vakna snemma og mæta í Shadana,morgunástund.
Og gaman að vera með fólki sem hefur sömu áhugamál.

Wednesday, March 18, 2009

London 13-16 mars 2009



Fórum til London um helgina, mjög gott veður og alltaf gaman að koma.
Gistum í Kensington og kynntumst hverfinu þar í kring.
Fórum á Feng sushi í Kensington High Street og á Henrys á Kings Road og fengum okkur nachos eins og okkur var ráðlagt..
Alveg ný sýn á London.
Fórum á tvo söngleiki, Priscilla og Thriller, báðir mjög góðir.
Fengum okkur sushi í Harvey Nichols eins og vanalega.
Frábær ferð.

Sunday, March 08, 2009

sumó 6-8 mars






Fórum upp í sumó um helgina í alveg æðislegu veðri.
Fórum í göngur,sund, lásum, þrifum og horfðum á sjónvarpið.
Veðrið var alveg æði og gátum við verið út á palli í sólbaði.
Hundunum fanst skemmtilegast að fara í eltingarleik í snjónum og nutu sín mjög vel.

Monday, March 02, 2009

5. Yoga helgin




Þá er fimmta yoga helgin í kennaranáminu búin.
Hún var mjög fín eins og allar hinar helgarnar.
Kennarar voru Satya Kaur og Sohan Kaur.
Mjög spennandi.