Monday, February 09, 2009

Vetrarferd í janúar







Fórum í vetrarferð til Mexico á playa Mujeres, alveg yndislegur staður og gott að vera þar.
Veðrið var eins og best verður á kosið og sól og blíða og c.a 30 stiga hiti.
Vorum á hóteli sem er alveg við ströndinna og var með góða aðstöðu á ströndinni og í hótelgarðinum var líka gott að vera.
Vorum með allan mat og drykki innifalið í verðinu og var það mjög gott.
Átta veitingastaðir sem var hægt að velja á milli m.a franskur,spánskur,japanskur,grill og ofl.
Vorum tvær nætur á undan í Orlando á Florida Mall hóteli sem var mjög gott og svo vorum við tvær nætur í lokin á Peabody hóteli á International Drive í Orlando, flott og gott hótel. Gaman að sjá endurnar sem eru i tjörn inni í hótelinu og koma niður með lyftunni um hádegi og fara svo upp aftur um fimm leitið með lyftunni og ganga á rauðum dregli.
Skemmtileg ferð og gott frí.

1 Comments:

Blogger Ragga said...

Lítur ekkert smá notalega út Gunni. Eitthvað annað en 10 stiga frostið sem var hér :-) Frábært að heyra hvað þið höfðuð það gott. Verðum endilega í bandi fljótlega. Eruð þið stemmdir fyrir hitting? Heyrumst! Kær kveðja, Ragga

2:52 AM  

Post a Comment

<< Home