Sunday, December 28, 2008

jólakaffi hjá Völu



Vala bauð okkur í jólakaffi í dag með Guggu, Auði, Grétari og Betu.
Gaman að hittast og fá að hitta Auði litlu, ekki spillti því að fá þessar líka fínu veitingar.

2008 jólinn





Vorum í Laugarási í Biskupstungum um jólin. Þokkalegt veður, snjór yfir öllu á jóladag en milt veður.
Fórum í góða göngutúra með strákana og skoðuðum nánasta umhverfi.
Lásum,borðuðum,spiluðum og horfðum á DVD. Maggi bjó til hnetusteik sem smakkaðist rosa vel, fengum uppskriftina frá Sollu grænu úr Hagkaupsbók, grænmetisréttir.

Sunday, December 21, 2008

Jólahlaðborð


Fórum á jólahlaðborð á Loftleiðum í gær í hádeginu aðeins að fá smá smakk á jólamatnum, mjög gott og notalegt.
Fórum svo á Laugarveg og kiktum á mannlifið og í nokkrar búðir.
Ég vaknaði svo fyrir allar aldir í morgun og fór í Shadana (yoga) til að fagna vetrarsólstöðum,Í Kundalini jóga er mikil áhersla lögð á Sadhana (ástundun-sjálfsrækt) og best er að gera það snemma á morgnana og vera helst búinn fyrir sólarupprás! Dálítið flókið á Íslandi!
Þannig förum við inn í daginn með orku og einbeitingu, hafandi styrkt samband okkar við okkur sjálf og við Guð (æðra sjálf, æðri mátt-sálina-hvað sem hver og einn vill kalla það).
Í SADHANA ögum við huga og líkama til að hlúa að og þjóna sálinni. Það er dálítið eins og að sigra daginn og sigra okkur sjálf, stilla okkar eigið hljóðfæri.

Sunday, December 14, 2008

sumó des 2008






Fórum upp í sumó um helgina að safna kröftum fyrir loka-törnina í vinnu fyrir jólin.
Það var alveg frábært veður og fallegt. Fórum í sund á Hvolsvöll í fyrsta sinn eftir endurbætur á lauginni.
Lásum, spiluðum og borðuðum góðan mat.

Thursday, December 04, 2008

Fyrsta Des Boð

Þóra Jenný bauð okkur í fyrsta des boð á mánudaginn frá fimm til sjó.
Einstaklega gott, fallegt og skemmtilegt boð.
Snorrri og Stína, Kári og Rannveig, Gugga og Jóhanna auk okkar og svo þóra voru mætt.
Nú er bara að standa við það að þetta verði árlegur viðburður.
Takk fyrir okkur.

Monday, December 01, 2008

Þriðja Yogakennarahelgin




Þá er þriðja helgin í kundalini náminu búinn.
Mjög skemmtileg og uppbyggjandi.
Kennarara voru tveir að þessu sinni Bibi Nanaki og Sohan Kaur.
Báðar frá Berlin en eru kennarar í Karam Kriya School.