Sunday, November 23, 2008
Tuesday, November 18, 2008
Saturday, November 15, 2008
Matarboð
Fengum Röggu, Guðbrand og Gunna Sig í mat í gær. Mjög gaman að hittast eftir langt hlé. Harpa komst því miður ekki vegna þess að það var saumaklúbbur hjá henni.
Við skoðuðum myndir frá hvort öðru frá liðnu sumri og var það virkilega gaman að rifja upp og fá að sjá hvað þau gerðu skemmtilegt í sumar.
Notaleg stemming.
Sunday, November 09, 2008
Londonferð
Ætlaði að fara til London þessa helgi en vegna gengisins þá ákvað ég að fara frekar í Londonferð upp í bústað og hafa það huggó.
Var þar frá fimmtudegi til sunnudags í fallegu veðri en smá bleyta á laugardag.
Borðaði góðan mat og las mikið meðal annars bókina Glerkastalinn sem ég mæli með.
Hundarnir nutu þess að hlaupa út í nátturinni og hvíla sig á milli.