Tuesday, April 29, 2008

Geggjað pasta.

Fyrst ég er farinn að tala um uppskriftir þá er hér ein.


Geggjað pasta



sósa:
1 dl majones
1/ 2 dl olive olia
3 matsk. sítrónu safi
smá karry
1 hvítlauksgeiri (saxað)


stöff:
500 gr rækjur
4 stk ananassneiðar
3 mats. blaðlaukur
3 mats.paprikka
svartar ólivur 2-3 matsk.
2 matsk. steinselja
skinka 4-5 sneiðar (ef vill sleppa rækjum og setja meiri skinku)
piparostur
bóndabrie
gráðostur

6 dl soðið pasta


sett sama í skál, sósunni hellt yfir og pastað sett útí og allt hrært vel saman.

Monday, April 28, 2008





Vorum upp í bústað um helgina í alveg æðislegu veðri.
Fórum uppeftir með fulla kerru af möl til að setja í göngustíginn heim að bústaðnum og í innkeyrsluna.
Bjó til alveg æðislegt sushi-sallat sem ég fékk uppskrift af í síðustu-viku, trúði því varla að það væri hægt að gera sushi-sallat.

Hér er uppskriftinn.


1 ½ bolli long grain hrisgrjón
¼ bolli rice vinegar + 3 msk
¼ bolli sykur
1 ½ tsk salt
1-2 msk sesamfræ (ristuð)
3 msk grænmetis olía
2 msk pickled engifer smátt saxað
4 vorlaukar skerast langsum ca ¾ bolli
½ bolli rifinn gulrót
Stór gúrka saxa smátt og taka kjarnann úr
2 blöð nori (stundum til niðurskorinn, ef ekki skera í smáar bita)
1 avacado skorið í litla bita
Ca 150- 200 gr ferskan fisk, ég notaði túnfisk, má líka vera krabbi, lax eða hvað sem er
Ca 2 tsk wasabi paste, ca ¼ bolli soyjasósa og 2 tsk kreistann engifer ( þessu er blandað saman og notað sem dressing, gott að smakka sig til)

Hrísgrjón soðin, tekin til hliðar og edik, sykur og salt soðið saman, látið “bráðna” saman og sett yfir volg grjónin
Grænmetið skorið og sett saman við grjónin, 3msk edik og olían sett út í grjónin og að lokum fiskurinn, sesamfræin og nori-blöðin.

Gangi ykkur vel með þetta og njótið vel!!

Friday, April 25, 2008






Erum að laga til hér fyrir framan húsið og ætlum að láta helluleggja og gera hleðslur o.fl.
Það er búið að grafa eiginlega allt í burtu og nú byrjar vonandi uppbyggingin. Mjög spennandi.
Svo fengum við góða gesti í mat síðasta vetrardag og var mikil stemming.

Sunday, April 20, 2008







Fór upp í bústað um helgina og var það alveg æði.
Frábært veður og alger kyrrð.
Fór í sund á hvolsvöll eins og vanalega og svo í góða göngu fyrir ofana bústaðinn, hundarnir voru í essinu sínu að fá að hlaupa um allt, ég þurfti að baða þá þegar ég kom heim því þeir voru svo drullugir eftir rikið sem er í grasinu.
Maggi fór tli Noregs í afmæli hjá Möggu Þóru og var það mjög gaman. Gyða og Ásmundur og Karólina fóru með honum auk fjölda annara sem fóru frá Íslandi.
Ég hafði nóg að gera að hlusta á alla nýju CD sem ég keypti, slökunar og hugleiðslu músik, rosa fínir.

Saturday, April 12, 2008

London 3-6 april


Fór til London síðustu helgi. það var mjög gaman eins og alltaf. Gott veður,17 stig og sól, en á sunnudeginum þá var allt orðið hvítt, það hafði snjóað svo mikið um nóttina að það var 10 cm jafnfallin snjór, en veðrið var svo milt að snjórinn tók fljótt upp þegar leið á morguninn.
Ég fór á Mamma mía og á Jersey boys söngleiki, það var mjög gaman.
Fór svo í Harvey Nichols og fékk mér sushi og kikti aðeins í búðir.
Ferðaðist í lestum allan tíman, gaman að læra á lestarkerfið og kynnast London þannig.