Sunday, August 19, 2007

SUMARBUSTAÐUR 16-19 agust 2007







Ég var upp í bústað frá fimmtudegi til sunnudags, rosa gott veður.
Maggi hljóp í Reykjavíkurmaraþoni 10 km og var 55 mín, alveg æði, svaka góður timi.
Við tíndum jarðaber,krækiber, rifsber og hrútaber.
Fór alla dagana í sund á Hvolsvoll og fór í göngu þar eftir sund með hundana, mjög skemmtilegur bær.
Maggi málaði mjög flotta mynd af Vestmannaeyjum.

Sunday, August 12, 2007

SUMO 11-12 AGUST 2007





Fórum í sumó í gær og vorum eina nótt, ágætis veður og alltaf gott að koma þó ekki sé stoppað lengi.
Fórum í berjamó hjá Dimon og tíndum krækiber.
Komum heim í dag og Maggi fór í garðinn að klippa og slá og ég fór í sultugerð, bæði krækiberjahlaup og svo Koniaks-rabbara-sultu, gerði líka krækiberja saft.

Matarboð hja Erlu Magnusar




Fórum í matarboð að föstudagskvöld hjá Erlu í nýju íbúðinna hennar á Sogaveginum. Rosa flott íbúð,með þeim flottari sem ég hef séð. Svo var maturinn æði, var með nautacarpacchio í forrétt og hún grillaði túnfisksteik í aðalrétt og svo meiriháttar skyr köku í eftirétt. Steina og Inga tvíburarnir og Gunni maður Ingu voru líka mjög hress.
Eftirminnilegt kvöld.

Monday, August 06, 2007

HELGAR LOK


Fór í dag til Völu og við gengum í c.a klukkutíma um Kópavogsdalinn og meðframm sjónum í Arnarnesvognum.
Svo bauð Vala mér í kaffi og nýbakaða súkkulaði-köku.
Gleymdi að taka mynd, þannig að ég set gamla mynd í staðinn.


Gerði sushi í gær, sem tókst alveg ljómandi vel.
Salmon and avacado hand-rool (vonandi rétt skrifað) og nokkrar rúllur.

Sunday, August 05, 2007

Þingvellir




Fór í kaffi til Dóru systir og Ásgeirs á Þingvelli og skoðaði nýja bústaðinn sem er eins og höll.
Tók eina mynd af gamla bústaðnum sem afi byggði fyrir meira en fjörtíu árum.
Til hamingju með nýju höllina.

Verslunarmannahelgin 2007





Vorum upp í bústað um helgina, var alveg æði.