Sunday, July 22, 2007

Sumo 19-22 juli 2007








Vorum upp í bústað um helgina í ljómandi góðu veðri.
Erum komnir í þó nokkra samkeppni við garðyrkjubændurnar í Seiðakvísl, fengum þessi líka fínu jarðarber, fyrsta uppskera.
Fórum á Þríhyrning á laugardag með Völu, Elísabetu og Grétari, alveg æði.
Skelltum okkur svo í sund á Hvolsvelli og svo ís á eftir í Hlíðarenda í boði Elísabetar og Grétars.
Fórum svo upp í bústað og höfðum það huggulegt með mat, drykk og svo auðvitað góða veðrið.
Við kláruðum að ganga frá rotþrónni þar sem við vorum að setja nýtt dren, rosa gott að það sé búið.
Hlakka til að fara uppeftir sem fyrst.

3 Comments:

Blogger Prentarinn said...

Girnileg jarðarber! Við í Seiðakvíslinni vorum að planta tveimur eplatrjám og einu kirsuberjatré!

1:36 AM  
Blogger gunnarasg said...

já frétti það, þess vegna erum við að stefna í samkeppni við ykkur garðyrkjubændur.
kv. Gunnar.

3:41 AM  
Blogger Ragga said...

Ekkert smá flott ber! Við verðum aldeilis að fara að vara okkur :-)

6:37 AM  

Post a Comment

<< Home