Wednesday, June 27, 2007

2007 HORNSTRANDIR-JOGA OG GANGA 2





Tuesday, June 26, 2007

2007 HORNSTRANDIR-JOGA OG GANGA






VORUM Í REYKJAFIRÐI

Sunday, June 17, 2007

Akureyri







Fórum til Akureyrar í þrjátíu ára stúdentsafmælið hans Magga.
Á föstudaginn var farið í ferð inn á Mývatn og í ratleik í Dimmuborgum, skipt var upp í sex hópa og fékk hver hópur sitt höfuðfat til að þekkjast í sundur.
Svo var farið í gjánna þar sem var hádegismatur undir berum himni.
Þaðan var haldið í jarðböðin á Mývatni og skellt sér í bleyti og fengum við færðan drykk út í lónið.
Þegar allir voru komnir uppúr þá var haldið í Sveinbjarnagerði sem er gengt Akureyri og þar var hin glæsilegasta veisla.
Þegar allir voru orðnir saddir þá var haldið á stað inn á Akureyi og við komum okkur bara í háttinn en margir fóru í bæinn og héldu áfram að skemmta sér.
Á laugardeginnum var haldið partý fyrir árganginn og svo var glæsileg veisla í höllinni þar sem allir afmælisárgangar mæta, þar var matur, skemmtiatriði, söngsalur, ræður og svo ball á eftir með hljómsveitinni í Svörtum fötum.
Einnig kíktum við í bæinn á laugardeginum og fylgdumst með kvennahlaupinu og kiktum á mannlífið.
Einstaklega skemmtilegir dagar.

Wednesday, June 13, 2007

Hornstrandir-undirbuningur





Fengum Völu,Kristínu og Snorra í mat til að ræða undirbúning fyrir hornstrandir.
Allt klappað og klárt, búið að skipuleggja mat og drykk og það er ekkert að vanbúnaði.

Sunday, June 10, 2007

yoga namskeið



Fór á yoga-námskeið um helgina með Röggu.
Þetta var námskeið sem kennarinn kemur frá USA og er með skóla í Florida, hann heitir Gurudev Amrit Desai og var kennari á kripla- skólanum.
Svo komu tveir guruar og annar var búinn að lifa í þögn í 27 ár, í staðin fyrir að ferðast um heimin þá ferðaðist hann innávið.
Þetta var ljómandi góð helgi.

Wednesday, June 06, 2007

SUMO 1-5 JUNI





Var í sumarbústaðnum í nokkra daga, veðrið var betra en spáinn sagði um.
Fór í göngur, sló blettinn, setti nýtt net á jarðaberjabeðið og stússaðist í garðinum að klippa og taka til.
Slappaði svo vel af og borðaði góðan mat, fór í sund á Hvolsvöll.
Er að lasa bókina Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann, skemmtilag bók.
Mæli svo líka með Tryggðarpantur e. Auði Jónsdóttur, frábær bók.

Monday, June 04, 2007

Tenerife










Fórum til Tenerife, ég í þriðju ferðina á einu ári, geri aðrir betur.
Gistum á Bahia del Duque sem er á Adeja ströndinni og er sama hótel og ég og Vala vorum á í haust.
Vorum óheppnir með herbergi þegar við komum en gátum breytt eftir fjóra daga og fórum þá í gott herbergi og meira dekur, er þetta einn angi af Bahia del Duque sem heytir Casas Ducales.
Vorum mest í garðinum hjá hótelinu sem er eins og ævintýragarður, fallegur gróður og mikið dýralíf.
Vöknuðum á hverjum morgni um 7.00 og fórum út að skokka og í gymið áður en við fórum í glæsilegan morgunmat og kampavín og alles.
Fórum þrisvar inn á Las Amricans ströndina þar sem eru búðir og fínir resturantar, við fórum þrisvar á sama staðin þar sem er hægt að fá geggjað sushi, hann heitir Slowboat.
Flugum heim seint um kvöld og lentum hér heima 5.00 um morgunin, þannig að þetta var mjög strembið ferðalag, þannig að það sannaðist að ég er ekki hrifin af næturflugi.
En morgunin sem við komum heim var sól og 17 stiga hiti og notuðum við daginn til að undirbúa grill fyrir Hvíta húsið, sem tókst mjög vel, 70 manns í mat. Sem sagt gott frí.