þorsmörk
Ég, Maggi, Vala, Grétar og Elísabet fórum í Þórsmörk til að taka á móti gönguhópnum okkar sem var að koma Strútstíg og var það virkilega gaman að koma í Mörkina og hitta hópinn.
Svo grilluðum við öll saman á laugardagskvöldinu (Ragga og Guðbrandur sáu um matinn fyrir allan hópinn c.a 20 manns, fiskispjót og grænmetisspjót) og fórum á brennu og sungum saman.
Veðrið var æði en það koma næturfrost um nóttina og var allt hélað þegar ég kíkti út um klukkan fimm um morguninn.
Við vorum í nýja tjaldinu okkar sem er eins og HILTON og leigðum meira segja Völu eitt herbergi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home