Thursday, June 08, 2006

SUMARFRI A MALLORCA






Skelltum okkur til spánar í sumarfrí og var það alveg yndislegt.
Gistum á hóteli sem heitir PONET MAR og er alveg ágætis hótel, en svoldið mikil læti í garðinum því það er svo mikið um að vera að engum ætti að leiðast nema þeim sem vilja hafa kyrrð og ró í kringum sig.
Hittum Halldór og Laulau og fórum við með þeim á einkaströnd (PURO BEACH) sem var alveg æði og vorum við þar heilan dag og fengum æðislegan hádigismat.
Þar er lika boðið upp á jóga og nudd. Hægt var að fara í hóptíma og svo var líka boðið upp á einkatíma.
Svo fórum við á hótelið til Halldórs og Laulau og þegar við komum þangað var það svo æði að við tókm okkur herbergi þar tvær síðustu næturnar og tókum frí frá fríinu, frábært hótel sem heitir PORTADRIANO. Þangað langar mig að koma aftur því þetta var eitt besta hótel sem ég hef verið á og fallegt umhverfi og lítill bær sem heitir EL TORO, og mjög rólegt og gott.(www.hotelportadriano.com)
Fórum svo heim í gegnum Koben og fórum á sushi stað og borðuðum á okkur gat og fengum gott hvítvín með og gengum svo niður í Nýhöfn og settumst þar í sól og góðu veðri og fengum okkur ís, þá var klukkan að verða níu og ennþá skyrtuveður.
Gistum þar á SKT. PETRI mjög fallegt og sjarmerandi hótel og svo í morgunmatnum hittum við Guðný Valgeirs sem var þar ein í vinnuferð og gaman að spjalla við hana.
Sóttum litlu pjakkana á hótelið í Keflavík og voru fagnaðarfundir, alveg æði að hitta þá aftur.
Komum svo heim í rigningu-þarf nokkuð að segja meira.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home