Monday, June 25, 2012

Garðvinna í góða veðrinu

Gerðum beð til að setja Strandavíði í til að gera skjól fyrir allan gróðurinn sem á eftir að koma :-)






Sunday, June 24, 2012

Nýi pallurinn

Nýi pallurinn nýtist vel í sveitinni og gaman að njóta veðursins.

Gróft brauð

Ég bakaði þetta brauð eftir uppskrift úr Gestgjafanum - það besta 2011.

Gróft brauð

Gróft brauð.

160 g haframjöl
300 g hveiti
3 msk. sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 msk. furuhnetur
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 dl jógurt eða ab-mjólk
2-3 dl mjólk
2 msk. mjólk til að pensla með
2-4 msk. blönduð frá til að sáldra ofan á.

Hitið ofninn í 190 gráður. Setjið þurrefni saman í skál og blandið þeim vel saman.
Hellið jógúrt og mjólk út í og hrærið saman í samfellt deig.
Setjið örk af bökunarpappir á ofnaplötu. Mótið tvö brauð úr deiginu, nótið svolítið meira af hveiti við það. Setjið brauðið á ofnplötuna, penslið yfir þau með mjólk og stráið blönduðum fræjum ofan á .
Bakið í 25-30 mín.

Kaffiboð hjá Dóru og Ásgeir

Ég, Maggi og Nökkvi fórum í kaffi til Dóru og Ásgeirs á Þingvelli. Mamma var þar líka og ætlaði að vera með þeim um helgina. Svo komu þau í bíltúr til okkar daginn eftir.

Hrafnshreiður (laupur) í Laugarási

Hrafnshreiður í Laugarási, komnir ungar og gaman að sjá og heyra í þeim.


Flott að sjá hreiðrið hátt upp í tré.

Útgáfuboð

Ragga vinkona mín var að gefa út sína fyrstu bók, útijóga. Hún var með útgáfuboð í Eymundson til að gleðjast og kynna bókina.


Mirra dóttir Röggu spilaði tvö Abbalög á flautu.

Monday, June 18, 2012

Nágranni í mat

Litli sæti nágranni minn kom í heimsókn.

Hann fékk sér smá að borða af matnum hans Nökkva og hefði Nökkvi verið mjög glaður að fá heimsókn ef hann hefði verið heima.

Júbileum á Akureyri

Maggi var 35 ára stúdent og var haldið upp á það með þriggja daga hátiðarhöldum. Árgangurinn hans Magga fór í ferð í Skagafjörð 15. júni og var farið í bjórverksmiðju þar sem Gæðingur var smakkaður og svo farið í sund á Hofsós og fleira. Svo endað á grillveislu og sveitaballi með Geirmundi.

Yndislegt að vera á Akureyri.

Ég fór á Rub 23, stiks and sushi, Hostel í Hafnarstræti, líkmræktina Átak og gistum á Icelandair hotel, sem var alveg frábært.

Glæsileg veisla var 16. júni í Höllinni

Maggi, Gyða, Ásmundur og Hörður

Vinirnir Maggi og Gyða.

í svörtum fötum hélt uppi stemmingunni þegar ræðuhöld og skemmtiatriði voru búin.

Monday, June 11, 2012

Þessu trúi ég.


Tjaldur á pallinum

Fengum þennan tjald í heimsókn snemma í gærmorgun og hann naut þess að horfa yfir af nýja pallinum á maka sinn og ungana tvo sem voru í brekkunni fyrir neðan.


Dynjandi í Brúará

Gengum upp að Dynjandafoss í Brúarár, fallegur foss sem er ekki í alfaraleið.

Sunday, June 10, 2012

Messa og Ganga

Ég og Vala fórum í messu í Óháðasöfnuðinn kl 9.00 í gærmorgun áður en við fórum í göngu með Férðafæelagi Íslands.

Við Byrjuðum gönguna við Villingavatn / Selflatarrétt og gengum til Hveragerðis. Komum frá á fjallið Álútur (481) og gengun niður með Grænsdal og Gufudal.

Lagt á stað frá Selflatarétt, Búrfell í baksýn.



Vala í kaffipásu.

Horft í átt að Þingvallavatni.

Vala



Gunnar með hverinn Bola í baksýn.

Friday, June 08, 2012

Potturinn kominn í gagnið 7. júni


MBA útskrift hjá Guðnýju Valgeirs.

Guðný útskrifaðist úr MBA námi frá HR.

Árni Geir, Snorri og Kristín.



Friday, June 01, 2012

“Við erum hér á jörðinni til að elska hvort annað.

“Við erum hér á jörðinni til að elska hvort annað, til að þjóna hvort öðru og lyfta hvort öðru upp. Við erum hér á þessari jörð til að gefa, ekki taka. Hreyktu þér ekki af því að taka. Gefðu og þér verða gefnar dyggðir. Og þannig eignast þú Guð.” Y. Bhajan