Kjartan var stúdent á föstudaginn 25. maí frá MH. Hann hélt frábæra veislu af því tilefni. Ég gleymdi að taka mynd að nýstúdentinum þannig að Maggi setti saman mynd af honum.
Fórum í Skálholt að kynna okkur hvað er í boði þar. Skoðuðum gestastofu, kirkjuna og safn í kjallara kirkjunnar og svo Þorláksbúð. Maggi er að vinna verkefni fyrir Skálholt og gott að vita hvað er í boði þar. Einnig er hótel á staðnum með uppábúnum rúmum og restaurant þar sem hægt er að kaupa eitthvað að borða. Spennandi áningarstaður.