Saturday, January 14, 2012

Í TAKT VIÐ ÞÍNA SÁL Á VATNSBERAÖLDINNI




Nýtt ár 2012, ár umbreytinga, enn ein hringrásin, enn eitt tækifærið til að taka góð og kjörkuð skref í að uppfylla drauma okkar og vera það besta sem við getum verið. Það er alltaf gott að staldra við og skoða, líta aðeins tilbaka, endurmeta og finna góðan ásetning fyrir það sem framundan er.
Hvert og eitt okkar höfum innra með okkur allt sem við þurfum. En við getum alltaf spurt okkur sjálf: "Er ég að næra ljósið, viðhalda loganum og slípa minn innri demant?" Sama hversu niðurdregin, reið, pirruð eða glöð við erum, sannleiksljósið slokknar ekki. En það er stöðugt val hvað ég næri, hvert ég horfi, með hvaða gleraugum ég skoða lífið, gleraugum vöntunar og takmarkana eða hugrekkis, vonar og þakklætis.
Jóga og hugleiðsla er frábær leið, ein sú besta sem ég þekki til að næra heildina, ástundunin viðheldur loganum og stuðlar að jafnvægi inn í allt okkar líf. Í talnaspekinni er talan 5 tala ársins 2012. Fimman táknar kennarann og þar sem við erum öll kennarar, því ekki að gera það að ásetningi okkar fyrir nýja árið að verða okkar eigin og besti nemandi. Stöðugt tilbúin að draga að okkur ást og fegurð. Vatnsberaöldin dregur okkur úr lokuðum heimi Égsins yfir í að finna eininguna, styrkinn og gleðina í VIÐ. Jóga þýðir sameining- tenging.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home