Wednesday, November 30, 2011

Döðlusælgæti frá Þórunni Jónsdóttur

500 gr döðlur - saxaðar
200-250 gr smjör
100 gr púðursykur
Allt hitað vel saman í potti, næstum því maukað.

5 bollar rice crispys hrært saman við.

Sett í mót, þjappað með gaffli.

3 plötur suðusúkkulaði
2-3 msk olía
brætt saman í potti og súkkulaðinu hellt yfir.

Geymist best í frysti, skorið í teninga....

SÖRU-UPPSKRIFT

Botnar.

3 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
200 gr möndlur
Byrjað á því að stífþeyta eggjahvíturnar. Síðan er flórsykrinum og hökkuðum möndlunum blandað létt saman við. Sett í litla toppa á bökunarplötu og bakað í um það bil 8 mín við 180 gráður. Kökurnar eru síðan kældar í ískáp í skamma stund.

Krem

3 eggjarauður( stýfþeyttar)
4 msk. kakó
3 msk. síróp
100 gr íslenskt smjör(lint)
200 gr Síríus suðursúkkulaði ( til skrauts)
Byrjað á því að stífþeyta eggjarauðurnar. Blanda restinni varlega saman við. Kremið set á neðri hluta botnanna og síðan stungið í kæli. Suðursúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og krem hliðinni á kældu kökunum dýft ofan í.

Thursday, November 24, 2011

Vetur á suðurlandi.

Yndislegt að vera í sveitinni í fallegu vetrarveðri. Maggi bakaði kanil smákökur með súkkulaði og höfrum sem er úr nýja Gestgjafanum.
Ég fór í aðgerð í gær þar sem var skorinn tveggja sentimetra langur skurður á bakinu, það var tekinn fæðingarblettur. Þorði ekki annað en vera í fríi í dag til að jafna mig og allt hefur gengið vel.

Monday, November 21, 2011

Austurbyggð







Við fluttum inn á föstudag og sváfum fyrstu nóttina þá. Yndislegt að vera komnir aftur í sveitina. Vala vinkona kom á laugardag og hjálpaði okkur að þrífa allt hátt og lágt með nýju þrifnaðargræjunum sínu.
Svo á laugardagskvöldið komu Ingibjörg og Hreinn, Erna og Rafael og Loftur í mat til okkar. Við grilluðum og áttum góða kvöld stund saman hér á nýja heimilinu okkar.

Shadana 18. 0g 19. nóv í Sólheimum

Fór bæði föstudagsmorgun og laugardagsmorgun í Shadana á Sólheima í Grímsnesi.
Þar var kennaranám í Kundalini yoga og nótaði ég tækifærið að komast í yoga á þessum frábæra stað. Bibi Nanaki var kennari og var gaman að hitta hana aftur frá því að hún kenndi mér á sínum tíma. Auður Bjarna stendur fyrir þessu og alltaf gaman að hitta hana.

Friday, November 11, 2011

11.11.11 Öld vatnsberans

Nú er heldur betur farið að styttast í að við getum flutt :-) Innréttingarnar eru að verða tilbúnar og pípararnir eru að vinna og svo er Jens Pétur rafvirki að ganga frá rafmagni og ljósum. Og málararnir eru að klára að fínesera.




Sunday, November 06, 2011

Árshátið SIA

Fórum á árshátið SIA á Hótel Sögu á Föstudag og og í boð til Elínar Helgu á undan.
Skemmtilegt og vel heppnuð árshátið. Þemað var "Í BOÐI" og hvíta húsið var "Í BOÐI" Umferðastofu.
Fórum svo í bíltúr austur á sunnudag í nýja húsið okkar að skoða og allt að gerast, það er búið að klára að setja golfefnið á og er verið að setja innréttingarnar upp. Hlakka til að geta flutt inn.





Sláturveisla

Vala bauð okkur í slátur síðasta sunnudag (30.okt) mjög gott og gaman að hittast.