10 km í Reykjavíkur Maraton
Við tókum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlupum 10 km fyrir Sólheima og Vala hljóp með okkur, frábært veður og kjöraðstæður.
Fórum í bæinn eftir hádegi og sáum Palla á Ingólfstorgi, svo á Brauðbæ og fengum okkur smurbrauð og alles. Hittum Snorra, Kristínu, Guggu, Auði og Ingólf og krakkana. Þau komu öll og kíktu á nýja heimilið okkar. Fórum um kvöldið niður í Hljómskálagarð og hlustuðum á Magnús og Jóhann þar hittum við Röggu og Guðbrand og komu þau aðeins við hjá okkur á leið heim.
Frábær dagur.