Sunday, August 21, 2011

10 km í Reykjavíkur Maraton


Við tókum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlupum 10 km fyrir Sólheima og Vala hljóp með okkur, frábært veður og kjöraðstæður.
Fórum í bæinn eftir hádegi og sáum Palla á Ingólfstorgi, svo á Brauðbæ og fengum okkur smurbrauð og alles. Hittum Snorra, Kristínu, Guggu, Auði og Ingólf og krakkana. Þau komu öll og kíktu á nýja heimilið okkar. Fórum um kvöldið niður í Hljómskálagarð og hlustuðum á Magnús og Jóhann þar hittum við Röggu og Guðbrand og komu þau aðeins við hjá okkur á leið heim.
Frábær dagur.










Sunday, August 14, 2011

Helgin 12.-14 ágúst


Fórum á föstudag austur með mömmur okkar að sýna þeim nýja húsið og fórum svo í kaffi til Hreins og Ingibjargar. Gátum verið úti og drukkið kaffi. Síðan fór ég og mamma í heimsókn til Dóru og Ásgeirs á þingvöll og borðuðum kvöldmat hjá þeim.
Á laugardagsmorgun fór ég, Maggi og Vala og hlupum 10 km, leiðina sem við ætlum að hlaupa næstu helgi í Reykjavíkurmaraþonni, fórum svo í sund út á nesi og svo fórum við á Jónfrúnna og fengum okkur smurbrauð og sátum úti í garði í góðu veðri. Fórum svo í göngu með strákana í Hljómskálagarðinn og settumst aðeins í grasið og nutum sumarsins. Skemmtileg helgi og gott veður.





Monday, August 08, 2011

Nýja húsið okkar :-)





Gay Pride 2011

Fórum á Gay Pride, byrjuðum á að kikja á gönguna með Elísabetu og Grétari og fórum svo á Arnarhól að kikja á skemmtiatriðin. Fengum svo Elísabetu, Grétar, Þóru Jenný, Hönnu Stínu og Guðmund til okkar í format og svo fórum við á Sjávargrillið og svo reddaði Palli okkur á Nasa, það var mjög gaman þar og fullt af fólki á öllum aldri en varð fljótt mjög troðið þannig að við sáum skemmtiatriðin og fórum svo enda komið langt fram yfir háttatíma.
Frábær dagur.






Verslunarmannahelgin 2011 London


Fórum til London um Verslunarmannahelgina og vorum þar í góðu yfirlæti.
Frábært veður og mikil stemming. Fórum meðal annars á Ghost söngleik sem var mjög flottur og svo fórum við líka á OKKAR söngleik :-) Prissssssilllllu.