Helgin 12.-14 ágúst
Fórum á föstudag austur með mömmur okkar að sýna þeim nýja húsið og fórum svo í kaffi til Hreins og Ingibjargar. Gátum verið úti og drukkið kaffi. Síðan fór ég og mamma í heimsókn til Dóru og Ásgeirs á þingvöll og borðuðum kvöldmat hjá þeim.
Á laugardagsmorgun fór ég, Maggi og Vala og hlupum 10 km, leiðina sem við ætlum að hlaupa næstu helgi í Reykjavíkurmaraþonni, fórum svo í sund út á nesi og svo fórum við á Jónfrúnna og fengum okkur smurbrauð og sátum úti í garði í góðu veðri. Fórum svo í göngu með strákana í Hljómskálagarðinn og settumst aðeins í grasið og nutum sumarsins. Skemmtileg helgi og gott veður.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home