Wednesday, April 06, 2011

Skíðaferð til Sviss mars-april 2011

Fórum með Simba og Bödda til Sviss í skíðaferð 25. mars til 3. april. Flugum til London og gistum á Radisson Blu á Standsted og fórum svo morgunin eftir beint til Sion með Snowjet og lentum þar um hádegi og Laulau og Alexía komu og tóku á móti okkur. Vorum í fjallinu í viku og nutum bæði útiverunnar og félagsskaparins. Það var mjög gott veður allan tíman og hitinn fór upp í 19 gráður einn daginn upp í Thyon. Borðuðum meðal annars Racklett og ostafoundu, veislu matur allan tímann.
Laulau og Halldór eru höfðingjar heim að sækja.
Flugum svo til London með Simba og Bödda og vorum eina nótt, fórum meðal annars á Prisillu, Yosushi, Balance.
Frábær ferð og gaman að vera með skemmtilegu fólki og vita að strákunum mínum í öruggum höndum hér heima hjá Birki frænda og Henný.









2 Comments:

Blogger Ragga said...

Ekkert smá æðislegar myndir :-)

9:26 AM  
Blogger gunnarasg said...

takk fyrir það, það var mjög gaman.

1:01 PM  

Post a Comment

<< Home