Monday, April 25, 2011

Páskar 2011

Fórum upp í bústað á skírdag og vorum þar í góðu yfirlæti til laugardags og fórum þá upp í Laugarás og vorum þar eina nótt.
Vala kom og var með okkur þar og fórum við meðal annars í göngur,pottinn, snoker. Elduðum kalkúnaskip með allles og nutum þess að vera á þessum góða stað.




Helgin 15-17 april

Fórum upp í bústað eftir langa fjarveru, gott að koma aftur og sjá að allt sé í lagi og að vorið sé á næsta leiti.
Fórum svo í matarboð og Snooker í sveitina hjá Ingibjörgu og Hreini og gistum þar eina nótt.
Æðislegur matur og ekki verri félagskapur.



Saturday, April 16, 2011

10. april 2011

Fórum í fermingu hjá Degi Adam sem var haldin í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Flott og skemmtileg veisla. Fórum svo í afmæli hjá mömmu sem bauð fjölsk. allri í mat.


Wednesday, April 06, 2011

Skíðaferð til Sviss mars-april 2011

Fórum með Simba og Bödda til Sviss í skíðaferð 25. mars til 3. april. Flugum til London og gistum á Radisson Blu á Standsted og fórum svo morgunin eftir beint til Sion með Snowjet og lentum þar um hádegi og Laulau og Alexía komu og tóku á móti okkur. Vorum í fjallinu í viku og nutum bæði útiverunnar og félagsskaparins. Það var mjög gott veður allan tíman og hitinn fór upp í 19 gráður einn daginn upp í Thyon. Borðuðum meðal annars Racklett og ostafoundu, veislu matur allan tímann.
Laulau og Halldór eru höfðingjar heim að sækja.
Flugum svo til London með Simba og Bödda og vorum eina nótt, fórum meðal annars á Prisillu, Yosushi, Balance.
Frábær ferð og gaman að vera með skemmtilegu fólki og vita að strákunum mínum í öruggum höndum hér heima hjá Birki frænda og Henný.