Sunday, November 28, 2010

Jólatónleikar hjá Kyrjunum

Fór á tónleika í Neskirkju með kvennakórnum Kyrjunum þar sem Vala vinkona syngur, mjög hátiðlegir og fallegir tónleikar.
Við settum líka upp jólatréð í tilefni þess að það er fyrsti í aðventu.



Jólahlaðboð á Hilton með N og TOUCH

Á föstudag fórum við saman N- hárstofa og Touch hárstofa á jólahlaðboð á Hilton.
Mjög gott , gaman að fá aðeins smá stemmingu fyrir jólin áður en törninn byrjar fyrir alvöru.





Wednesday, November 24, 2010

London 19.-22. nóv

Fórum um helgina til London og nutum þess í botn. Fastir liðið eins og venjulega Priscilla, sushi, Henrys, Soho, verslanir og jólastemming ....................
London er æði.




Sunday, November 14, 2010

Sumó í Nóv

Fórum upp í bústað eftir matarboðið á föstudeginum og áttum góða helgi í bústaðnum.
Mjög gott veður en kalt. Gott að komast út í nátturuna og slappa af. Nói og Nökkvi voru mjög ánægðir að komast í smá afslöppun...............




Matarklúbbur og leikhús

Fórum á föstudag í matarklúbb og leikhús. Við hittumst heima hjá Snorra og Kristínu kl 17.00 og fengum fordrykk og sushi og snittur og fórum svo á Fólkið í kjallaranum kl 19.00 sem var mjög gaman. Eftir leikhús fórum við aftur heim til Snorra og Kristínar og þá var borinn fram aðalréttur og eftirréttur. Fengum við lambalæri sem var búið að elda allan daginn á vægum hita og með því, svo var dýrindis eftirréttur, súkkulaðimús rosa góð. Mjög skemmtilegt kvöld og gaman að slá þessu svona saman.
Ótrúlega góður matur.





Tuesday, November 09, 2010

Wella Trend Vision

Fór í ferð með Wella til Parísar um helgina, einstaklega skemmtileg ferð.
Fórum á Wella Trend Vision á laugardeginum þar sem einn íslenskur keppandi tók þátt í
fyrsta skipti og lenti hún í silfursæti (2. sæti) sem er frábær árangur, það voru um 90 keppendur frá öllum þjóðum heims. Svo bauð Wella/Halldór Jónsson okkur út að borða á föstudagkvöldinu á mjög góðan stað sem heitir Pinxo.
Ég fór tvisvar upp í La Defence þar sem eru verslanir og auðvitað æðislegur sushistaður sem heitir K10.
Mjög skemmtileg ferð í alla staði með skemmtilegu fólki.
Gistum á Hotel Concorde Opera.