Saturday, July 31, 2010

Verslunarmannahelgin 2010


Mikil og góð stemming í sveitinni.

Sunday, July 25, 2010

Fyrsta jarðaberjauppskeran

Það stefnir allt í að maður verði að opna kampavín í kvöld með fyrstu uppskeru af jarðaberjum í sumarbúsatðnum.

Sumarbústaður í Júli 2010







Matrboð á Sunnuflöt

Fórum í matarboð til Hreins og Ingibjargar. Þar var boðið upp á grískan mat sem var æði og félagskapurinn var ekki síðri. Simon vinur Ernu frá London var í heimsókn á Íslandi og var með okkur. Skemmtileg kvöldstund og vínið bragðaðist betur vegna þess að það var mikið haft fyrir því að nálgast það.




Monday, July 19, 2010

Eyjafjallajökull

Svona lítur Eyjafjallajökull út 17.júli 2010

Þríhyrningur

Fórum í göngu með Völu, Elísabetu og Grétari á Þríhyrning í mjög góðu veðri.
Fórum svo til Elísabetar og Grétars í búsataðinn þar sem var slegið upp veislu og Gugga kom og var með okkur þar.
Fengum sveitabrauð og vöfflur þegar við komum og svo var grill um kvöldið og Snikkerskaka sem Maggi var búin að baka.
Nói og Nökkvi voru mjög ánægðir með Heklu og þó Nökkvi aðeins meira en Nói.
Fórum svo upp í bústað til okkar á sunnudaginum og nutum góða veðursins þar.
Ragga og Eidi hlupu Laugarvegshlaupið og voru í huga mínum allan timan, þau kláruðu það með glæibrag og þó það sé ekki fallegt að öfunda þá geri ég það nú soldið samt.
Til hamingju með árangurinn.















Sunday, July 11, 2010

Ylströndin í Nauthólsvík

Fór í dag og hitti Guggu og Auði dóttur hennar í Nauthólsvík á ylströndinni. Áttum notalega stund í sólinni, Vala kom svo og hitti okkur og við fórum á Nauthól í kaffi og sáum ríka og fræga fólkið þar. Skemmtilegur dagur.



Hópur 10

Hópur 10 kom til okkar í mat á föstudag í góðu veðri. Hópur 10 eru þau sem voru með Magga í MBA náminu í HR og völdust saman í fyrsta hópverkefnið hjá þeim og við höfum alltaf haft samband síðan. Skammtilegt að hittast í grilli um hásumar. Maggi útbjó Mojito og náði í myntu niður við læk, sem er sögð vera sú besta.



Wednesday, July 07, 2010

Elliðavatn

Fórum og hittum Röggu og Guðbrand og gengum í kringum Elliðavatn.
Gangan tók tæpa tvo tíma og var gaman að sjá allar hallirnar sem eru nýbyggðar í Kópavoginum og svo nátturan sem tók við eftir það.
Ragga og Guðbrandur buðu okkur svo í mát á eftir sem var mjög góður og gaman að borða nýja uppskeru úr garðinum hjá þeim.
Mjög skemmtilegt kvöld og vonandi hittumst við sem fyrst aftur.


Sunday, July 04, 2010

Sumarbústaður í Júli

Yndisleg helgi í bústaðnum og allt í blóma. Stutt í að jarðaberin verði tilbúin og rabbabarinn og graslaukurinn flottur. Færðum birkitré sem ég setti niður sem græðlinga og eru orðin það stór að hægt er að færa þau á réttan stað. Maggi háþrýstiþvoði bústaðinn að utan.