Wednesday, April 21, 2010

18. april 2010

Sunday, April 18, 2010

Safnkassi

Maggi smíðaði nýjan safnkassa úti í garði, nú er bara að byrja að taka til í garðinum og fylla nýja kassan.

April 2010

Fór til London um síðustu helgi, mjög gaman og gott veður, 18 stig og sól, alveg eins og á besta sumardegi, fór nátturulega á Henrys á Kings Road og svo skoðaði ég hverfi sem ég hef ekki komið í áður og heitir Angels, mjög skemmtilegt og líflegt hverfi.
Svo byrjaði að gjósa í Eyjaflallajökli í vikunni og allt flug liggur niðri, það hefði verið gaman að festast í London og hafa ORÐIÐ að vera þar áfram, en maður er ekki alltaf svona heppinn:-)
Fórum svo í mat til nágranna okkar á föstudaginn og fengum bróðir Magga og fjölskyldu í mat til okkar á laugardaginn.










Wednesday, April 07, 2010

Guðjón og Sigrún

Guðjón og Sigrún komu í kaffi til okkar laugardaginn fyrir páska á leið heim frá Þórsmörk þar sem þau gengu upp á Réttarfell og horfðu upp á gosstöðvrnar.


Friday, April 02, 2010

Föstudagurinn Langi

Fengum Guggu, Auði og Hrafnhildi í kaffi í dag í blíðskaparveðri.
Ég var búinn að baka Snikkersköku sem er alveg æði.

> Snikkerskaka.
>
> 5 egg
> 4 dl puðursykur
> 1/2 l rjómi
> 3-4 snikkers (helmingur á milli og helmingur í karmellu)
> 3 msk flórsykur
> 50-60 gr smjör.
>
> Marengs.
>
> Skiljið eggjahvíturnar frá rauðunum og geymið rauðunar. Þeytið
> hvíturnar og púðursykurinn saman þannig að verið stíft og slétt.
> Skiptið í tvö form og bakið við 130 gráður í 60 mín. Það getur
> verið munur á milli ofna þannig að það þarf alltaf að fylgjast vel
> með botninum á meðan þeir bakast.
>
> Á milli.
>
> þreytið rjóman, brytjið 1 1/2 snikkers smátt og blandið saman við
> rjómann, leggið botnana saman með rjómanum á milli.
>
> Karmellan ofan á
>
> Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman. Bræðið smjörið og 1
> 1/2 snikkers saman í potti og kælið aðeins og þeytið svo saman við
> sykur og eggjahræruna
> Kælið karmelluna með því að hræra vel í henni og jafnvel setja hana
> í smá stund í kæli svo hún leki ekki öll niður á diskinn, setjið
> ofan á tertuna.



Páskar og Eldgos 2010.

Það sést ekkert mjög vel að gosinu héðan úr hlíðinni, en það sést gufa þar sem snórinn er að bráðna.
Fórum í gær út að Þórólfsfelli að reyna að sjá gosið og inn í Tumastaðaskóg í göngu og svo í sund á Hvolsvöll.
Mjög fallegt veður og bjart.