Sunday, November 29, 2009

Aðventuferð í Þórsmork 27-29 nóv.

Fór í aðventuferð í Þórsmörk um helgina á vegum Útivistar með Völu vinkonu.
Alveg frábær helgi. Fórum í göngu upp á Útigönguhöfða á laugardeginum og komum svo aftur niður í skála í heitt kakó, piparkökur og föndur svo var sameiginlegt hlaðborð um kvöldið sem var alveg frábært og kvöldvaka eftir það.
Gott að komast svona út í óbyggðirnar og njóta kyrrðar. Það var kalt, fór upp í -14 gráður en stillt veður og snjóaði aðeins á okkur þegar við vorum að leggja á stað heim og á leiðinni heim.
Yndislegi helgi.








Monday, November 23, 2009

London 20-23 nóv






Fór til London um helgina ( svo gott tilboð sem ekki var hægt að standast).
Flaug til Stansted og heim frá Gatwick, mjög þægilegt og auðvelt að komast til og frá flugvöllunum með lestum. Fór á Yo nokkrum sinnum og svo á Prisillu sem klikkaði ekki frekar en fyrra skiptið. Kíkti upp í Alcemy yoga stúdíó í Camden og keypti músik og bók. Mjög mikið líf á sunnudagsmorgni í Camden og allt opið fyrir hádegi.
Mjög flott jólaskraut á Carneby street og þar í kring.

Wednesday, November 18, 2009

Sörubakstur 18.11.09

Notaði tækifærið í eftirmidaginn að baka sörur, gaman að föndra og finna bökunarilminn. Tókst mjög vel.



Aðalatriðið er að stífþeyta eggin og leyfa kökunum að kólna á milli þess sem lögin eru sett á.
Þessi uppskrift er margnotuð og hefur alltaf gefist vel.

botnar

3. eggjahvítur ( stífþeyttar)
3 1/2 dl flórsykur
200 gr möndlur (fínhakkaðar)

Byrjið á því að stífþeyta eggjahvíturnar, síðan er flórsykrinum og fínt hökkuðum möndlunum blandað létt saman við.
Sett í litla toppa á bökurnarplötu og bakað í um það bil 8 mín við 180 gráður.
Kökurnar eru síðan kældar í ísskáp í skamma stund.


Krem

3 eggjarauður (stífþeyttar)
4 msk. kakó
3 msk. síróp
100 gr íslenskt smjör (lint)

Byrjið á því að stífþeyta eggjarauðurnar. Blandið restinni varlega saman við.
Kremið sett á neðri hluta botnanna og síðan stungið í kæli.
200 g (ég þarf alltaf meira) suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og kremiðhliðinni á kældum kökunum dýft ofan í.

Sunday, November 15, 2009

Sunnudags hittingur 15.11.09






Vala, þóra, Snorri og við Maggi fórum í göngu í morgun frá okkur og í kringum Vifilstaðavatn og aftur til baka, þá bættust í hópinn Krístín og Telma, Gugga og Auður litla, Bjargey og Palli og við vorum búinir að útbúa morgun-hádegis mat, heitt kakó og fl.
Mjög gaman að hittast og spjalla saman og hafa það notalegt.

Friday, November 13, 2009

Sumó 12-15 nóv.

Fór inn á Hvolsvöll í morgun og gekk á Hvolsfjall það var fallegt veður og flott útsýni. Fór í sund og aðra göngu um Hvolsvöll á eftir.
Kom svo upp í bústað og bakið glúteinlausar bollur, gott að finna bökunarilminn.
Erum svo búnir að slaka á og lesa og hafa það huggulegt ég og strákarnir sem una sér vel hér í sveitinni og fá alla athygli sem til þeir óska eftir.
Svo er hópur af rjúpum hér í brekkunni fyrir aftan hús og eru þar öruggar fyrir veiðimönnum sem geta veitt föst,laug og sunn næstu þrjár helgar.







Saturday, November 07, 2009

Sveitin helgina 6-8 nóv.


Fórum upp í bústað um helgina, yndislegt veður, fallegt haust veður.
Fórum inn á Hvolsvöll og ætluðum í sund en laugin var lokuð vegna viðhalds. Við fórum í Tumastaðaskóg og týndum köngla fyrir jólaskrautið. Gengum líka hérna upp á heiðina fyrir ofan og Nói og Nökkvi nutu þess að fara í eltingaleik.





Thursday, November 05, 2009

Hugleiðing.

Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.
Við finnum ekki sanna hamingju með þvi að leita hennar. Eftirsókn unaðarins færir manni ekki hamingju, þegar til lengdar lætur, heldur vonbrigði. Reyndu ekki að fá þessa gleðignótt með því að leita nautnar. Það gerist ekki þannig. Hamingjan verður til með réttu líferni. Sönn hamingja er bein afleiðing þess að breyta í öllu tilliti eins og þú heldur að Guð ætlist til, að því er þig sjálfan eða aðra varðar.
BÆN.
Ég bið að ég leiti ekki alltaf unaðsemda sem markmiðs. Ég bið að ég geri mig ánægðan með hamingjuna, sem felst í því að gera það, sem rétt er.