Sörubakstur 18.11.09
Notaði tækifærið í eftirmidaginn að baka sörur, gaman að föndra og finna bökunarilminn. Tókst mjög vel.
Aðalatriðið er að stífþeyta eggin og leyfa kökunum að kólna á milli þess sem lögin eru sett á.
Þessi uppskrift er margnotuð og hefur alltaf gefist vel.
botnar
3. eggjahvítur ( stífþeyttar)
3 1/2 dl flórsykur
200 gr möndlur (fínhakkaðar)
Byrjið á því að stífþeyta eggjahvíturnar, síðan er flórsykrinum og fínt hökkuðum möndlunum blandað létt saman við.
Sett í litla toppa á bökurnarplötu og bakað í um það bil 8 mín við 180 gráður.
Kökurnar eru síðan kældar í ísskáp í skamma stund.
Krem
3 eggjarauður (stífþeyttar)
4 msk. kakó
3 msk. síróp
100 gr íslenskt smjör (lint)
Byrjið á því að stífþeyta eggjarauðurnar. Blandið restinni varlega saman við.
Kremið sett á neðri hluta botnanna og síðan stungið í kæli.
200 g (ég þarf alltaf meira) suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og kremiðhliðinni á kældum kökunum dýft ofan í.
Aðalatriðið er að stífþeyta eggin og leyfa kökunum að kólna á milli þess sem lögin eru sett á.
Þessi uppskrift er margnotuð og hefur alltaf gefist vel.
botnar
3. eggjahvítur ( stífþeyttar)
3 1/2 dl flórsykur
200 gr möndlur (fínhakkaðar)
Byrjið á því að stífþeyta eggjahvíturnar, síðan er flórsykrinum og fínt hökkuðum möndlunum blandað létt saman við.
Sett í litla toppa á bökurnarplötu og bakað í um það bil 8 mín við 180 gráður.
Kökurnar eru síðan kældar í ísskáp í skamma stund.
Krem
3 eggjarauður (stífþeyttar)
4 msk. kakó
3 msk. síróp
100 gr íslenskt smjör (lint)
Byrjið á því að stífþeyta eggjarauðurnar. Blandið restinni varlega saman við.
Kremið sett á neðri hluta botnanna og síðan stungið í kæli.
200 g (ég þarf alltaf meira) suðusúkkulaði brætt yfir vatnsbaði og kremiðhliðinni á kældum kökunum dýft ofan í.
6 Comments:
flottur dugnaður
Já ég er þokkalega ánægður með afraksturinn.
mmm ... en flott! Gefurðu viðskiptavinum að smakka í næstu viku?! T.d. á þriðjudaginn!
Það gæti verið ef einhverjar
eru eftir ;-)
Ég krossa fingur ... :-)
Takk fyir mig Gunni! Frábærar Sörur. Nú er bara að finna tíma til að prófa uppskriftina þína :-)
Post a Comment
<< Home