Monday, September 28, 2009

Þrjú matarboð

Okkur var boðið í þrjú matarboð í síðustu viku. Fyrst í slátur og lifrarpylsu hjá mömmu og svo í smá-lúðu til Halldórs og Laulau og svo í Fondu til Elísabetar og Grétars.
Allt mjög fín boð og góður matur og félagskapurinn óborganlegur.




Sunday, September 20, 2009

Afmæli hjá Pétri bróðir

Fór í afmælisveislu til Péturs bróður, miklar og flottar veitingar og gaman að hitta fjölskyldu hans og hana Lillu (hundurinn þeirra) sem heilsaði mér með virktum.



YOGA NÁMSKEIÐ MEÐ JONASI WESTRING

Hér eru fleyri myndir af námskeiðinu með Jonasi Westring. Ragga og Guðbrandur voru með á námskeiðinu og ég náði fallegum myndum af Röggu standandi á höndum. Ég er ánægður með góða helgi. Fórum svo á Utan gáttar á litla sviðinu í þjóðleikhúsinu í gær og ég mæli eindregið með þeirri sýningu, falleg og vel gerð en erfitt að skilja boðskapinn.






Saturday, September 19, 2009

YOGA NÁMSKEIÐ MEÐ JONASI WESTRING

Er á námskeiði á vegum yogakennarafélagsins um helgina með Jonasi Westring, gaman að sjá aðeins Hata-yoga sem nýtist vel í Kundalini-yoga.


Uppskeran



Það er ekki hægt að segja að gulræturnar séu stórar en þær eru allavega góðar, einnig eru baunirnar góðar en varla til skiptanna.

Sunday, September 13, 2009

Helgin 11-13 sept

Fórum í bústaðinn á föstudag og vorum eina nótt, það var orðið svo langt síðan við vorum þar síðast, alltaf gott að koma þangað, fórum í smá göngu og var fremur blautt en hlýtt.
Komum svo í bæinn á laugardag og ég fór á kynningu á nýju línunni frá SEBASTIAN sem var haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði, ég ætla að vera með hana á stofunni hjá mér.
Svo er bara að njóta þess sem eftir er að helginni og vera í kósý-stemmingu og njóta haustlitanna.






Wednesday, September 09, 2009

Sigling um Miðjarðarhafið

Fórum í siglingu um Miðjarðarhafið, byrjuðum á því að vera í Róm í þrjár nætur og skoðuðum Róm, gaman að koma þangað aftur og geta sýnt Magga það sem ég skoðaði í fyrra. Skoðuðum Vatikanið, Spönsku tröppurar og Feneyjartorgið ofl, borðuðum á Cul De Sac tvisvar.
Fórum svo um borð í skipið og sigldum til Alexandriu í Egyptalandi og svo þaðan til Rhodos þar sem við eyddum part úr degi á strönd. Svo sigldum við til Mikanos þar sem við fórum í land og skoðuðum okkur um svo silgdum við til Santorini og fórum þar í land og upp á eyjuna með gondolalyftu og skoðuðum okkur um og tókum svo lyftuna aftur niður til að komast út í skipið. Svo lá leiðin til Napoli á Ítalíu og fórum við þar aðeins í land til að sjá miðbæinn og mannlífið þar. Það var heilmikil dagskrá í boði um borð í skipinu m.a Kimberley Locke sem var í þriðja sæti í American Idol þegar Clay Aiken var í öðru sæti, Pam Ann, Patti LuPone og margir fleiri söngvarar og uppistandarar.
Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.