Monday, September 28, 2009
Sunday, September 20, 2009
YOGA NÁMSKEIÐ MEÐ JONASI WESTRING
Hér eru fleyri myndir af námskeiðinu með Jonasi Westring. Ragga og Guðbrandur voru með á námskeiðinu og ég náði fallegum myndum af Röggu standandi á höndum. Ég er ánægður með góða helgi. Fórum svo á Utan gáttar á litla sviðinu í þjóðleikhúsinu í gær og ég mæli eindregið með þeirri sýningu, falleg og vel gerð en erfitt að skilja boðskapinn.
Saturday, September 19, 2009
Sunday, September 13, 2009
Helgin 11-13 sept
Fórum í bústaðinn á föstudag og vorum eina nótt, það var orðið svo langt síðan við vorum þar síðast, alltaf gott að koma þangað, fórum í smá göngu og var fremur blautt en hlýtt.
Komum svo í bæinn á laugardag og ég fór á kynningu á nýju línunni frá SEBASTIAN sem var haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði, ég ætla að vera með hana á stofunni hjá mér.
Svo er bara að njóta þess sem eftir er að helginni og vera í kósý-stemmingu og njóta haustlitanna.
Komum svo í bæinn á laugardag og ég fór á kynningu á nýju línunni frá SEBASTIAN sem var haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði, ég ætla að vera með hana á stofunni hjá mér.
Svo er bara að njóta þess sem eftir er að helginni og vera í kósý-stemmingu og njóta haustlitanna.
Wednesday, September 09, 2009
Sigling um Miðjarðarhafið
Fórum í siglingu um Miðjarðarhafið, byrjuðum á því að vera í Róm í þrjár nætur og skoðuðum Róm, gaman að koma þangað aftur og geta sýnt Magga það sem ég skoðaði í fyrra. Skoðuðum Vatikanið, Spönsku tröppurar og Feneyjartorgið ofl, borðuðum á Cul De Sac tvisvar.
Fórum svo um borð í skipið og sigldum til Alexandriu í Egyptalandi og svo þaðan til Rhodos þar sem við eyddum part úr degi á strönd. Svo sigldum við til Mikanos þar sem við fórum í land og skoðuðum okkur um svo silgdum við til Santorini og fórum þar í land og upp á eyjuna með gondolalyftu og skoðuðum okkur um og tókum svo lyftuna aftur niður til að komast út í skipið. Svo lá leiðin til Napoli á Ítalíu og fórum við þar aðeins í land til að sjá miðbæinn og mannlífið þar. Það var heilmikil dagskrá í boði um borð í skipinu m.a Kimberley Locke sem var í þriðja sæti í American Idol þegar Clay Aiken var í öðru sæti, Pam Ann, Patti LuPone og margir fleiri söngvarar og uppistandarar.
Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.
Fórum svo um borð í skipið og sigldum til Alexandriu í Egyptalandi og svo þaðan til Rhodos þar sem við eyddum part úr degi á strönd. Svo sigldum við til Mikanos þar sem við fórum í land og skoðuðum okkur um svo silgdum við til Santorini og fórum þar í land og upp á eyjuna með gondolalyftu og skoðuðum okkur um og tókum svo lyftuna aftur niður til að komast út í skipið. Svo lá leiðin til Napoli á Ítalíu og fórum við þar aðeins í land til að sjá miðbæinn og mannlífið þar. Það var heilmikil dagskrá í boði um borð í skipinu m.a Kimberley Locke sem var í þriðja sæti í American Idol þegar Clay Aiken var í öðru sæti, Pam Ann, Patti LuPone og margir fleiri söngvarar og uppistandarar.
Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.