Sunday, March 30, 2008




Hreinn og Ingibjörg og krakkarnir komu í mat til okkar á föstudaginn og var það virkilega gaman. Forréttur Geggjð pastasallat og svo eldaði kjúklinga-rétt sem ég fékk hjá Völu um daginn og tókst ljómandi vel. Eftirréttinn fékk ég hjá Gunnar S, ferskir ávextir og kókosbollur hitað í ofni-algert sælgæti.

Tuesday, March 25, 2008

Matarboð hja Völu



Vala bauð okkur, Guðbörgu og Auði í mat í gær, mjög góður matur og gaman að hittast.
Auður litla er alveg æði, mikið sjarmatröll eins og sagt er.

Sunday, March 23, 2008

Annar í páskum











Fórum í gær í göngu í Tumastaðaskóg og gengum upp að Efri-Klittnafoss sem er á leiðinni upp að Þríhyrningi. Gaman að ganga þar og veðrið var æði.
Fórum svo inn í Þorsteins-lund (Þorsteinn Erlingsson) í fegurðinna þar og rifjuðu upp ljóðið á minnisvarðanum þar.
Tók svo græðlinga af afklippunum hér sem ég ætla að reyna að koma til í vor.
Grófum flaggstöngina upp úr snjónum og flögguðum í tilefni dagsins.
Spiluðum og borðuðum góðan mat.

Garðverk í sumarbústaðnum.



Klipptum allt hekkið í kringum lóðina og vorum að snurfusa í góðu veðri.
Tók svo þessa fallegu mynd af tunglinu í morgun í göngunni með hundana, falleg páskamynd.

Friday, March 21, 2008

Dimon






Gengum á Dimon í gær í frábæru veðri, útsýnið var alveg geggjað og mjög gott veður.
Fjallið Þríhyrningur er bakvið mig að gera þríhyrning.

Skírdagur-Föstudagurinn langi





Fallegt veður og mikil kyrrð.
Gott að komast austur í ró og fríð, fyrir sál og líkama.
Fórum í matarboð til Lilju og Reynis á miðvikudagskvöld með Önnu Siggu og Pétri Blöndal, mjög góður matur og frábær félagskapur.

Monday, March 17, 2008

Menningarmánuður

Skelltum okkur aftur í leikhús, á Sólarferð í Þjóðleikhúsinu og var það ágætt, heldur innihaldslaust en mér leiddist ekki.
Fórum auðvitað á undan í sushi í Iðu, það klikkar ekki.
Fórum svo í drykk til Arnars og Kristjáns eftir leikhús, og voru heimspekilegar umræður þar. Skemmtilegt kvöld.
Svo var veðurblíðan um helgina alveg æði. Gott útivistaveður.

Sunday, March 09, 2008

IVANOV

Fórum í leikhús í gær á Ívanov, mjög skemmtilegt.
Dramatísk saga sett upp á léttan og skemmtilegan hátt.
Fórum á undan í sushi í Iðu, mjög gott.
Mæli líka með myndinni Brúðguminn sem er byggð á sömu sögu og er frábær.
Þannig að mars er "menningarmánuður"hjá okkur.

Saturday, March 01, 2008

Fallegar myndir ur Garðabæ




„Það er meðfætt tilkall hverrar manneskju að vera hraust, helg og
hamingjusöm“ - Yogi Bhajan.