Tuesday, July 31, 2007
Monday, July 30, 2007
26-30 juli 2007 sumo
Vorum upp í sumarbústað langa helgi og fengum Önnu og Dóra í heimsókn á föst til laug.
Ætluðum öll í afmæli hjá Kjartani á Brunasandi en hættum við vegna veðurs og vegalengdar.
Önnur uppskera komin í hús af jarðaberjum. Fórum í göngur upp á heiði fyrir ofan bústaðinn í góðu veðri.
Nú er kominn rigning-ætli að sumarið sé búið????????
Sunday, July 22, 2007
Sumo 19-22 juli 2007
Vorum upp í bústað um helgina í ljómandi góðu veðri.
Erum komnir í þó nokkra samkeppni við garðyrkjubændurnar í Seiðakvísl, fengum þessi líka fínu jarðarber, fyrsta uppskera.
Fórum á Þríhyrning á laugardag með Völu, Elísabetu og Grétari, alveg æði.
Skelltum okkur svo í sund á Hvolsvelli og svo ís á eftir í Hlíðarenda í boði Elísabetar og Grétars.
Fórum svo upp í bústað og höfðum það huggulegt með mat, drykk og svo auðvitað góða veðrið.
Við kláruðum að ganga frá rotþrónni þar sem við vorum að setja nýtt dren, rosa gott að það sé búið.
Hlakka til að fara uppeftir sem fyrst.
Monday, July 16, 2007
London 11-16 júli 2007
Er búinn að vera í London frá því á miðvikudag 11/7 og er núna á Heathrow 16/7.
Búið að vera alveg æði en veðrið hefði mátt vera betra en þurrt að mestu og yfir 20 stig svo það er ekki hægt að kvarta.
Fórum nátturulega á Mamma Mía (hvað annað) og svo á FAME og var hann ágætur, en þegar maður er búinn að sjá Mamma Mía þá er enginn söngleikur sem kemst í hálfkvisti við hann.
Við fórum á Yo-sushi í Harvy Nichols og líka á Yo á Polland Street og þar vorum við að borða þegar japönsk stelpa sem vinnur þar sagði við okkur "gjörið þið svo vel" og við trúðum varla að hún talaði íslensku, en hún hafði búið á Íslandi í sjö á og var í skóla þar og talaði óaðfinnanlega íslensku. Svona getur heimurinn verið lítill og skrítinn.
Svo fórum við út úr bænum og gistum tvær síðustu næturnar á golfhóteli sem heitir Stoke Park Club, mjög flott gamalt breskt hótel, þar fórum við í spa og göngur og svo auðvitað afmæli sem okkur var boðið í, en einn vinur Magga var fertugur og bauð í sirkusveislu með öllu tilheyrandi, allir komu í búningum sem tengdust sirkus og það voru listamenn sem léku allskyns listir.
Rosa fín ferð í alla staði en hlakka mikið til að koma heim og hitta hundana.