Sunday, September 17, 2006

Tenerife








Skellti mér til Tenerfie og mikið kom það mér á óvart hvað var gott að vera þarna.
Frábært veður og góður hiti, sól og sumar.
Var einn fyrri vikuna og naut þess í botn að vakna snemma og fara út að hlaupa og í ræktina áður en ég fór í frábæran morgunmat og var svo mikið út í garði að lesa og sóla mig, fór svo yfirleitt snemma að sofa. Þannig að þetta var frábær vika.
Nanna og Fríðrik komu einn daginn til mín og við fórum í hádeigismat saman og svo voru þau hjá mér í garðinum það sem eftir lifði dags, alveg hreint frábær dagur.
Seinni vikuna þá kom Vala vinkona og var það mjög gaman, vöknuðum snemma og fórum út að skokka og ganga og svo aðeins í ræktina áður en við fórum í morgunmat. En það var meira um að vera þegar hún kom svo við fórum ekki eins snemma að sofa eins og fyrri vikuna sem ég var einn. En bættum það upp með smá blund á bekknum við sundlaugina yfir daginn.
Hótelið sem við vorum á heitir BAHIA DEL DUQUE og er eitt besta hótel sem ég hef verið á á sólarströnd, og mæli hiklaust með því, það er á ADEJE ströndinni sem er svona frekar rólegur staður en hægt að taka taxa niður á AMERICAS ströndina sem tekur 10 mín og er þar meira líf og fullt af góðum veitingastöðum.
Frábær ferð.

2 Comments:

Blogger Ragga said...

Þetta lítur ekkert smá flott út ... :-)

2:19 AM  
Blogger gunnarasg said...

já og það var líka gaman að hitta Nönnu og Friðrik.

1:10 PM  

Post a Comment

<< Home