Tuesday, June 27, 2006

HORNSTRANDIR-JOGA OG GANGA







Fór í Hlöðuvík á Hornströndum í göngu og jóga.
Gengum fjórar góðar göngur á jafnmörgum dögum.
Fyrsta daginn gengum við í Kjaransvíkurskarð og átti að ganga á Geldingafell en þá kom ský á toppinn svo við snerum við og létum skarðið duga.
Annan daginn gengum við út á Hælavíkurbjarg og sáum þaðan út á Hornbjarg og Kálfatinda.
Þriðja daginn gengum við upp í Hlöðuvíkurskarð og sáum þaðan yfir í Veiðileysufjörð og gengum svo allan fjallahringinn í kringum Hlöðuvík og enduðum á því að koma niður Skálakamb sem er fyrir ofan Búðir sem er húsið í Hlöðuvík.
Fjórða daginn gengum við upp í Almannaskarð.
Allar þessar göngur eru frábærar og ekki spillti veðrið því það var bongó blíða allan tímann og er varla hægt að hugsa sér betra veður á ströndunum.
Svo var Auður Bjarnadóttir Jógakennari með í för og stjórnaði jóga kvölds og morgna, vegna veðurs var hægt að vera úti í jóga-tímunum og var það alveg ólýsanleg tilfinning og stemming, auk þess var enginn með harðsperrur því það voru allir í svo góðu formi eftir jógað.
Svo var sameiginlegur matur fyrir allan hópinn (20 manns) og var skipt niður í matarnefndir, fjórir saman sem sáu um kvöldmat og morgunmat daginn eftir.
Fyrsta kvöldið voru fiskibollur,kartöflur og salat.
Annan kvöldið var hakk á spaghetti.
Þriðjakvöldið var lax og kartöflur.
Fjórða kvöldið var spænskur réttur með saltfisk.
Fimmta kvöldið var svo grillað læri með öllu tilheyrandi.
Morgunmatur var hafragrautur og súrmjólk, brauð og álegg og hver og einn átti að smyrja nesti þá fyrir daginn.
Þetta fyrirkomulag var frábært og þar að auki kostaði 4.550 kr á mann allan tíma sem mér finnst alveg ótrúlegt.
Svo var einn úr hópnum fimmtugur 23. júni og er varla hægt að hugsa sér betri afmælisdag en á Hælavíkurbjargi.

Tuesday, June 20, 2006

Birkir frændi var að kaupa ser sinn fyrsta bil

Sunday, June 18, 2006














Gengum á Þríhyrning á 17. júni í tilefni dagsins (og smá æfing fyrir okkur Völu fyrir Hornstrandir).
Kláruðum að mála pallinn og rjúpa settist upp á þak á bústaðnum á meðan og hafði yfir umsjón með öllu.
Yndislegt veður á sunnudag og var gaman að vera úti á þessum fyrsta sumardegi ársins.

Sunday, June 11, 2006

SUMARFRI I SUMARBUSTAÐNUM





Fórum í sumarbústaðinn í fjóra daga, mjög gaman að slappa af og gera vor og sumarverkin.
Settum niður nokkur sumarblóm og matjurtir. Einnig græðlinga sem við klipptum af trjánum í vor og vorum búnir að láta spíra.
Máluðum helmingin af pallinum og frengum bóndan á Neðri-Þverá til að koma með haugsugu og tæma rotþrónna.
Fórum í göngur og Nói er svo spenntur fyrir kindunum að ég held stundum að ég sé búinn að týna honum, hann fer svo langt í burtu frá mér.
Fríið búið í bili-næst er jónsmessa á Hornströndum.

Thursday, June 08, 2006

SUMARFRI A MALLORCA






Skelltum okkur til spánar í sumarfrí og var það alveg yndislegt.
Gistum á hóteli sem heitir PONET MAR og er alveg ágætis hótel, en svoldið mikil læti í garðinum því það er svo mikið um að vera að engum ætti að leiðast nema þeim sem vilja hafa kyrrð og ró í kringum sig.
Hittum Halldór og Laulau og fórum við með þeim á einkaströnd (PURO BEACH) sem var alveg æði og vorum við þar heilan dag og fengum æðislegan hádigismat.
Þar er lika boðið upp á jóga og nudd. Hægt var að fara í hóptíma og svo var líka boðið upp á einkatíma.
Svo fórum við á hótelið til Halldórs og Laulau og þegar við komum þangað var það svo æði að við tókm okkur herbergi þar tvær síðustu næturnar og tókum frí frá fríinu, frábært hótel sem heitir PORTADRIANO. Þangað langar mig að koma aftur því þetta var eitt besta hótel sem ég hef verið á og fallegt umhverfi og lítill bær sem heitir EL TORO, og mjög rólegt og gott.(www.hotelportadriano.com)
Fórum svo heim í gegnum Koben og fórum á sushi stað og borðuðum á okkur gat og fengum gott hvítvín með og gengum svo niður í Nýhöfn og settumst þar í sól og góðu veðri og fengum okkur ís, þá var klukkan að verða níu og ennþá skyrtuveður.
Gistum þar á SKT. PETRI mjög fallegt og sjarmerandi hótel og svo í morgunmatnum hittum við Guðný Valgeirs sem var þar ein í vinnuferð og gaman að spjalla við hana.
Sóttum litlu pjakkana á hótelið í Keflavík og voru fagnaðarfundir, alveg æði að hitta þá aftur.
Komum svo heim í rigningu-þarf nokkuð að segja meira.