HORNSTRANDIR-JOGA OG GANGA
Fór í Hlöðuvík á Hornströndum í göngu og jóga.
Gengum fjórar góðar göngur á jafnmörgum dögum.
Fyrsta daginn gengum við í Kjaransvíkurskarð og átti að ganga á Geldingafell en þá kom ský á toppinn svo við snerum við og létum skarðið duga.
Annan daginn gengum við út á Hælavíkurbjarg og sáum þaðan út á Hornbjarg og Kálfatinda.
Þriðja daginn gengum við upp í Hlöðuvíkurskarð og sáum þaðan yfir í Veiðileysufjörð og gengum svo allan fjallahringinn í kringum Hlöðuvík og enduðum á því að koma niður Skálakamb sem er fyrir ofan Búðir sem er húsið í Hlöðuvík.
Fjórða daginn gengum við upp í Almannaskarð.
Allar þessar göngur eru frábærar og ekki spillti veðrið því það var bongó blíða allan tímann og er varla hægt að hugsa sér betra veður á ströndunum.
Svo var Auður Bjarnadóttir Jógakennari með í för og stjórnaði jóga kvölds og morgna, vegna veðurs var hægt að vera úti í jóga-tímunum og var það alveg ólýsanleg tilfinning og stemming, auk þess var enginn með harðsperrur því það voru allir í svo góðu formi eftir jógað.
Svo var sameiginlegur matur fyrir allan hópinn (20 manns) og var skipt niður í matarnefndir, fjórir saman sem sáu um kvöldmat og morgunmat daginn eftir.
Fyrsta kvöldið voru fiskibollur,kartöflur og salat.
Annan kvöldið var hakk á spaghetti.
Þriðjakvöldið var lax og kartöflur.
Fjórða kvöldið var spænskur réttur með saltfisk.
Fimmta kvöldið var svo grillað læri með öllu tilheyrandi.
Morgunmatur var hafragrautur og súrmjólk, brauð og álegg og hver og einn átti að smyrja nesti þá fyrir daginn.
Þetta fyrirkomulag var frábært og þar að auki kostaði 4.550 kr á mann allan tíma sem mér finnst alveg ótrúlegt.
Svo var einn úr hópnum fimmtugur 23. júni og er varla hægt að hugsa sér betri afmælisdag en á Hælavíkurbjargi.