Saturday, November 24, 2012

Yogi Bhajan.


Viðhorf til þakklætis er hinn hæsti vegur til að lifa. Stærsti og mesti sannleikurinn. Þú getur ekki lifað með fulla vitund fyrr en þú skilur að þú þarft að vera þakklátur fyrir það sem þú hefur.
Ef þú ert þakklátur fyrir það sem þú hefur, móðir náttúra mun gefa þér meira. Guð fyrirgefur óendalega, en ef þú ert ekki þakklátur með það sem þú hefur, þá færð þú aldrei meira.- yogi Bhajan 30.08.1991.

Að vera mannleg vera er blanda af að vera heilagur og hermaður, það er fullkominn manneskja. Ef þú ert ekki hermaður þá er heilagleika þínum sparkað burt. En ef þú ert bara hermaður, ekki helgur maður, þú munt þú sparka öðrum burt. -Yogi Bhajan.

Tuesday, November 20, 2012

Matarklúbbur 17. nóv 2012

Fórum í matarklúbb til Kötu og Dóra á laugardag. Meiriháttar veisla með mat og drykk.
Dóri og Guðný.

Þorri og Katrín.
Maggi, ég og Þorri.


Kristín, Snorri og Guðný.

Ég, Þorri, Dóri og Guðný

Guðný, Maggi, Snorri og Katín.
Frábært matarboð.

Saturday, November 17, 2012

Gullregn

Ég; Maggi og Vala fórum í leikhús á fimmtudag á Gullregn í Borgarleikhúsinu. Frábær sýning, leikarar og sviðsmynd og sagan skemmtileg með smá ádeilu á þjóðfélagið. Fengum okkur smörrebrauð á undan í leikhúsinu sem var líka sniðugt og gott. Fórum svo í sveitina á föstudag í yndislegu verði, kyrrt og stillt. Ég setti upp fyrstu jólaljósin framan á húsið :-)

Jólaljós.
Maggi.

Fallegt að ganga um þorpið.



Morgunbjarmi.

Sunday, November 11, 2012

10.11.12

Áttum góða helgi með  m.a göngu, bíltúr, spilamennsku og góðum mat.

Foss rétt hjá Iðu- brúnni.


Alltaf gott að fara í pottinn, kvölds og morgna og um miðjan dag :-)

Saturday, November 10, 2012

Tíu góð ráð fyrir lífið.


Tíu góð ráð fyrir lífið.

Ef þú vilt vaxa þá þarftu að ljóma, þú þarft virðingu, þú þarfnast alls - þá þarft þú bara að fylgja 10 reglum lífsins.

1. Hlusta.
2. Hafa samkennd með öðrum manneskjum.
3. Ræða og tala saman.
4. Komast að sameiginlegum skilningi.
5. Gera áætlun: hún verður að vera gangkvæm og þú þarft að skilja hvað gerist.
6. Halda samræðunni gangandi.
7. Meta stöðuna.
8. Ná markmiðum.
9. Skiptast á kveðjum.
10. Vera þakklátur.

Þetta eru ráð fyrir alla til að fara eftir, þetta eru 10 góð ráð til að komast áfram í lífinu.

Fengið frá Golden Tempel.
www.3ho.org

4.-10. nóv 2012

Þetta er búin að vera skemmtilega vika og gott að vera kominn heim í sveitina. Ég fór á óperuna í Hörpu, Il Trovatore, síðasta sunnudag með Mömmu, Dóru, Pétri og Hennu og bauð þeim í mat á Urðarstíg á undan í japanskan kjúklingarétt. Á fimmtudag fór ég með Magga og Völu á Bastarða í Borgarleikhúsinu sem var alveg frábær sýning. Við fórum á undan og fengum okkur að borða í Portinu.  Það er gaman að fylgjast með gæsunum hér á Hvítánni sem koma saman í hundraða tali á kvöldin.

Fallegt þegar sólin kom upp í morgun.