Friday, December 31, 2010

Matarboð milli jóla og nýárs


Við fórum í tvö matarboð milli jóla og nýárs. Fyrst buðum við okkur í mat til Guggu vinkonu og við komum með matinn, Auður, Ingólfur, Palli, Bjargey, Hrafnhildur, Vala og svo heimasæturnar Gugga og Auður. Ég eldaði kjúkling í salsa sem var alveg ljómandi góður og Maggi bjó til ananas fromage í eftirrétt.
Svo buðu Anna og Halldór okkur í mat til sín, það var alveg æði eins og við mátti búast.
Reyktur lax, laxtartar, og kjúklingur í rauðvíni og svo ostar og súkkulaðimús.
Yndislegt kvöld, Nói og Nökkvi voru soldið spenntir fyrir Mosa kettinum þeirra en Mosi passaði að þeir yrðu ekki of heimakærir.

jól í sumarbústaðnum









Við fórum á Þorláksmessu upp í bústað og vorum þar um jólin og komum aftur í bæinn á annan dag jóla. Það var yndislegt eins og vanalega að komast úr skarkala bæjarins.
Við vorum með rjúpur sem við fengum að norðan og smökkuðust þær einstaklega vel,
fórum út að ganga á milli þess sem við lásum og borðuðum konfekt. Lásum "svar við bréfi Helgu" svo Arnald og Yrsu.

Sunday, December 19, 2010

Pöbbarölt

Fórum á föstudagskvöld á pöbbarölt í Hafnarfirði með Hreini, Ingibjörgu og Guðrúnu systur hennar og svo fórum við til þeirra þar sem Ingibjörg var búin að undirbúa glæsilegt jólahlaðborð. Skemmtilegt kvöld og frábær matur.

Wednesday, December 15, 2010

Brokkolísalat frá Kristínu Skúla

Brokkolísalat

1 kg brokkolí
1 búnt vorlaukur
1 bolli rúsinur (eða þurrkuð trönuber)
250 g beikon
150 g furuhnetur

Furuhnetur ristaðar á pönnu, beikonið skorið smátt og steikt þar til stökkt. Brokkoli skolað vel og skorið í litil búnt. Laukur saxaður smátt og blandað saman við allt hitt.

Dressing

1,5 bolli majones
2 msk sykur
2-3 msk vínedik
Öllu blandað saman og hrært saman við salatið um 30 mín áður en salatið er borið fram.

Sunday, December 05, 2010

Gerpla

Fórum á föstudagskvöld á Gerplu í Þjóðleikhúsinu með Völu eftir að við höfðum fengið okkur sushi hér heima. Virkilega flott sýning. Fórum svo á Esju á eftir og fengum okkur einn drykk og tókum smá snúning því það var svo góð músik á staðnum, flottur og notalegur staður. Svo um helgina bökuðum við sörur og gerðum konfekt til að fá smá jóla-stemmingu.