Monday, April 27, 2009
Monday, April 20, 2009
Tuesday, April 14, 2009
Páskar april 2009
Vorum í bústaðnum um páskana í góðu veðri allan tímann.
Löguðum til í kringum bústaðinn,klipptum hekkið, settum flaggstöngina upp og fl.
Fórum í göngur, sund, spiluðum, lásum og borðuðum góðan mat.
Mér er að fara fram í að baka glúteinlaust brauð og hvert brauð var alltaf fallegra að sjá og smakkaðist mjög vel.
Strákunum líður alltaf mjög vel í sveitinni og njóta útiverunnar.
Sunday, April 12, 2009
SEN perlur.
Ef við leitum djúpt í huga okkar uppgötvum við að þar eigum við einmitt það sem okkur vantaði.
Sunday, April 05, 2009
Leikhúsferð
Ætluðum að fara í leikhús á föstudag með Kötu,Dóra,Gillu og Kristjáni en hættum við því við heyrðum að þetta væri ekki skemmtileg sýning svo það endaði því að þau komu bara til okkar og við borðuðum saman.
Þannig að það var úr að stofna leikhúsklúbb sem hefði það að takmarki að fara aldrei í leikhús :-)