Fór í mjög góða ferð til Tenerife með Mömmu og Birki frænda.
Birkir var fyrri vikuna og fór þá heim vegna þess að skólinn var byrjaður.
En fyrri vikuna vorum við eins og óðir að komast yfir sem mest því Birkir vildi nota tímann vel.
Fengum okkur bílaleigubíl og fórum í Loro-park sem er mjög flottur dýragarður. Fórum á jet-ski ,Aqualand, Pétur pan siglingu á hvala og höfrunga slóðir og margt fl.
Gistum á Grand tacante sem er fimm stjörnu hótel og hafði Birkir mjög gaman af því að upplifa það.
Matur og umgjörð alveg æði, skemmtidagskrá á kvöldin.
Mamma naut þess líka að slappa af og var svo heppinn með herbergi með útsýni yfir sundlaugargarðinn og sjóinn, var á efstuhæð og sól allan daginn á svölunum hjá henni.
Seinni vikuna náði ég að slappa vikilega vel af og naut sólarinnar og fór öðruhvoru á WABI SABI sushistað við hliðina á hótelinu.
Mjög gott að vera þarna á Adeje ströndinni sem er róleg og falleg.