Tuesday, September 23, 2008

myndir úr kundalini náminu





Fyrsta helgin í náminu er búinn og var alveg æði.
Byrjuðum kl 5.30 laugardag og sunnudag á SHADANNA sem er morgun ástundun í c.a tvo og hálfan tíma.
Svo var kennt frá níu til sex alla dagana.
Auður og Guðrún halda utan um námið hér heima er fáum erlenda kennara allar helgarnar.
Rosa spenntur fyrir komandi vetri.

Friday, September 19, 2008

Kundalini Yoga

Shiv Charan Singh.


Er byrjaður í kennaranámi í kundalini yoga, það er á vegum karam kriya school ( karamkriya.co.uk).
Kennarinn þessa helgi er Shiv Charan Singh og heldur hann utan um námið en það koma margir kennarar og verða með okkur í vetur. Hann kemur svo aftur í vor og verður með okkur á síðustu helginni sem verður haldinn úti á landi. Kundalini yoga gengur aðalega út á kryur ( sem er ákveðið kerfi að æfingum) og hugleiðslu. Fyrir líkama og sál.
Mjög spennandi vetur framundan.

Sunday, September 07, 2008

Furðuskór




Það var furðuskódagur í vinnunni hjá Magga á föstudaginn og hann fékk fyrstu verðlaun.
Til hamingju.

Wednesday, September 03, 2008

Tenerife Águst 2008










Fór í mjög góða ferð til Tenerife með Mömmu og Birki frænda.
Birkir var fyrri vikuna og fór þá heim vegna þess að skólinn var byrjaður.
En fyrri vikuna vorum við eins og óðir að komast yfir sem mest því Birkir vildi nota tímann vel.
Fengum okkur bílaleigubíl og fórum í Loro-park sem er mjög flottur dýragarður. Fórum á jet-ski ,Aqualand, Pétur pan siglingu á hvala og höfrunga slóðir og margt fl.
Gistum á Grand tacante sem er fimm stjörnu hótel og hafði Birkir mjög gaman af því að upplifa það.
Matur og umgjörð alveg æði, skemmtidagskrá á kvöldin.
Mamma naut þess líka að slappa af og var svo heppinn með herbergi með útsýni yfir sundlaugargarðinn og sjóinn, var á efstuhæð og sól allan daginn á svölunum hjá henni.
Seinni vikuna náði ég að slappa vikilega vel af og naut sólarinnar og fór öðruhvoru á WABI SABI sushistað við hliðina á hótelinu.
Mjög gott að vera þarna á Adeje ströndinni sem er róleg og falleg.