Sunday, August 17, 2008

2 ára afmæli





Fór í afmæli til Auður dóttir Guggu. Hún er tveggja ára í dag 17. águst.
Gaman að hitta fjöls. og áhangendur.
Tók mig svo til og sauð rabbabara og gerði rabbabarasultu.

Sunday, August 10, 2008

Helgin 9-10 agust 2008





Fórum upp í bústað á laugardagsmorgun í góðu veðri.
Fórum í sund, berjamó, göngu og fl.
Ungarnir í hreiðrinu eru orðnir svo stórir að þeir verða líklega farnir úr hreiðrinu næst þegar við komum austur.
Bjó til krækiberjahlaup sem heppnaðist mjög vel.
Það var svo flott að sjá sólina á þríhyrningi eins og sést á myndinni.

Saturday, August 09, 2008

Matarboð hja Ingu og Gunna






Fórum í gær í matarboð til Ingu og Gunna. Þar voru líka Erla og Þórður. Mjög skemmtilegt kvöld og góður matur.
Kvöldið endaði á nokkrum danssporum.
Þetta er matarklúbbur sem hittist einu sinni á ári og er kominn hefð fyrir því.

Thursday, August 07, 2008

Matarboð




Fengum Guggu, Auði, Auði, Palla, Bjargey og Hrafnhildi í mat á miðvikudag.
Gaman að hitta þau öll og spjalla.

Verslunarmannahelgin 2008





Vorum upp í bústað um helgina og höfðum það notalegt.
Það var frekar blautt en milt veður.
Fórum í sund, í berjamó, göngur og fl.

Saturday, August 02, 2008


Mamma,Dóra og Ásgeir komu í hádegismat hingað til okkar í bústaðinn.
Mjög gaman að hitta þau og spjalla.
Og einnig að það hitti akkurat á afmælisdaginn hans pabba.