Tuesday, May 27, 2008

mai 2008 Sumo




Fórum upp í bústað um helgina í mjög fallegu og góðu veðri.
Slóum flötina og löguðum aðeins til í gróðrinum. Eitruðum allan gróðurinn þannig að hann verði ekki étin að skordýrum.
Gróðurinn er óvenju snemma í ár að taka við sér.

Saturday, May 17, 2008

Stettin fyrir framan






Nú er stéttin fyrir framan að verða tilbúinn og við erum mjög ánægðir með hana.

Sitges mai 2008











Ég fór til Sitges sem er rétt hjá Barcelona í viku. Maggi var búinn að vera úti í Barcelona í síðasta áfanganum í náminu svo hann er búinn og verður útskrift í lok maí. Á sunnudegingum (11. maí) þá komu Lilja , Reynir, Anna Sigga og Pétur í heimsókn til okkar niður til Sitges, þær eru með Magga í náminu. Við buðum þeim út í lunch á veitingastað sem er alveg æði og heitir Fragata. Fengum mjög góðan mat þar og svo fórum við í smá gögnu um gamla bæinn og enduðum á bar í göngugötunni sem heitir Parrot. Þar fór Pétur í fótboltaspil við gamlan fótbotlaáhugamann og vann hann með yfirbuðum.
Mjög skemmtilegur dagur.
Annars var mjög gott að slappa af þessa viku og fórum mikið í gögnu og slöppuðum af á ströndinni.
Fórum einusinni inn í Barcelona með lest sem tekur c.a 45 mín hvora leið og kiktum aðeins á kaffihús og í búðir.
Skemmtilegt frí.

Wednesday, May 07, 2008





Það er komin mynd á þetta hér fyrir framan, rosa flott.


Fór upp í bústað fyrir síðustu helgi og þá fann ég að sumarið er að koma.
Yndislegt veður, fuglasöngur og gróðurinn kominn heilmikið af stað.