Monday, February 25, 2008

london 22-25 feb








Fórum til London um helgina, höfðum okkar "Food and Fun".
Borðuðum nátturulega sushi á yo og itsu.
Hittum svo Hönnu Stínu og Dísu í Harvey Nikols og mæltum okkur mót á hótelinu hjá þeim, Korthouse Kampinski í drykk um kvöldið og þá voru Guðmundur og Arnþór með, mjög gaman að hitta þau og rifja upp skíðaferðina í janúar. Alger tilviljun að rekast á þau.
Fórum á Hairspray og var það alveg æði.
Milt verður og svona smá vorstemming í loftinu.

Saturday, February 16, 2008

Sumó í febrúar 2008.






Skellti mér upp í bústað í afslöppunar helgi, grenjandi rignin en 9 stiga hiti.
Fór í sund á Hvolsvöll og í góða göngu með hundana um þorpið.
Fann hús sem mig langar að kaupa þannig að ég verð að fara spara.
Ég eldaði góðan mat í hádeginu og er búinn að lesa og lesa.
Gott að vera hér.

Monday, February 11, 2008

Vetrarmyndir feb 2008




Myndir sem ég tók einn morgunin í síðustu viku þegar allt var stillt og fallegt.
Spakmæli sem eru ofalega hjá mér núna.
"Fyrist skapar þú vanann og vaninn skapar þig".

Sunday, February 03, 2008

Skiðaferð 2008















Fórum í skíðaferð til Flachau í Austurríki. Vel heppnuð ferð í alla staði, gott veður allan tíman nema fyrsta daginn þá var lokað í fjallinu vegna úrkomu.
Gistum á Hotel Montanara sem er á besta stað við lyftuna Achter Jet sem er gondóla-lyfta.
Skíðuðum frá 8.30 og framm eftir degi með stoppum á flottum fjalla kofum og fengum okkur hressingu.
Skíðuðum yfirleitt út í Wagren sem er bær þarna rétt hjá og mjög gaman að koma þangað, (væri gaman einhverntíman að finna fína gistungu þar). Við vorum svo heppinir að ein vinkona mín sem ég er búinn að klippa í mörg ár, Hanna Stína og maðurinn hennar Guðmundur og dóttir þeirra og vinkona hennar voru á sama hóteli þannig að við skíðuðum mjög mikið saman. Stelpurnar voru í skíðaskóla til kl 15 á daginn og skíðuð svo með okkur eftir það.
Það var gott að koma heim á hótel og fara í gufu og sturtu fyrir matinn sem var alveg æðislegur, margrétta öll kvöld.
Mjög skemmtileg ferð í allastaði og einn að bestu skíðastöðum sem við höfum komið á.