Skiðaferð 2008
Fórum í skíðaferð til Flachau í Austurríki. Vel heppnuð ferð í alla staði, gott veður allan tíman nema fyrsta daginn þá var lokað í fjallinu vegna úrkomu.
Gistum á Hotel Montanara sem er á besta stað við lyftuna Achter Jet sem er gondóla-lyfta.
Skíðuðum frá 8.30 og framm eftir degi með stoppum á flottum fjalla kofum og fengum okkur hressingu.
Skíðuðum yfirleitt út í Wagren sem er bær þarna rétt hjá og mjög gaman að koma þangað, (væri gaman einhverntíman að finna fína gistungu þar). Við vorum svo heppinir að ein vinkona mín sem ég er búinn að klippa í mörg ár, Hanna Stína og maðurinn hennar Guðmundur og dóttir þeirra og vinkona hennar voru á sama hóteli þannig að við skíðuðum mjög mikið saman. Stelpurnar voru í skíðaskóla til kl 15 á daginn og skíðuð svo með okkur eftir það.
Það var gott að koma heim á hótel og fara í gufu og sturtu fyrir matinn sem var alveg æðislegur, margrétta öll kvöld.
Mjög skemmtileg ferð í allastaði og einn að bestu skíðastöðum sem við höfum komið á.
1 Comments:
Mmmmm ... lítur ekkert smá flott út! Gaman að heyra hvað þetta tókst vel hjá ykkur. Velkomnir heim!
Post a Comment
<< Home