Saturday, January 19, 2008

Sveitinn

Fórum upp í sumarbústað um helgina og það var allt á kafi í snjó.
Þurftum að skila bilinn eftir niður við brú vegna ófærðar og ganga með allt dótið uppeftir.
Hundarnir gátu varla gengið því þeir fóru bara á kaf í snjó og sátu fastir.
Eldaði Indverska rétti upp úr nýjasta gestgjafanum og tókst það mjög vel og bragðaðis líka vel.





Wednesday, January 16, 2008

heimasiða

mæli með www.gbergmann.is

margt skemmtilegt í boði.

Annar i Jolum 16 jan 2008





það er ekkert smá jólalegt úti og strákunum finnst þetta æði.

Tuesday, January 15, 2008

Matarboð

Auður bauð okkur og Óla Sverris í mat, hún bjó til sushi sem var mjög gott.

Monday, January 14, 2008

Afmælis sushi

Hreinn og fjölsk. buðu okkur í sushi í tilefni dagsins (12Jan) mjög gott og gaman.



Saturday, January 12, 2008

Hundaganga

Ragga,Guðbrandur, Vala og ég fórum í göngu með hundana í Elliðaárdalinn, mjög gaman að ganga þar í skóginum.
Fórum svo í kaffi til Röggu og Guðbrands, mjög skemmtilegt.





12 jan


Maggi á afmæli í dag og er í skólanum til 17.00.
Pakkinn bíður eftir honum og Nökkvi er soldið spenntur fyrir þessu og þó sérstaklega blöðrunum.

Thursday, January 10, 2008

speki

Fékk þetta sent í tölvupósti frá yoga kennara mínum.
"Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum"
Kundalini jóga er mögnuð leið til að vinna með okkur sjálf, líkama, huga og anda, allt sem heild.
Því betur sem við kynnumst okkur sjálfum og styrkjum það "besta" í okkur þeim mun betur tekst okkur að höndla allt annað í lífinu okkar.

Sunday, January 06, 2008

Gleðilegt nytt ar

Nokkrar myndir sem ég tók í göngu 2 jan. fyrir austan, fallegt veður og mikil kyrrð.


Tuesday, January 01, 2008

2008 Nýársgana





Uppbyggjandi orð.

Láttu hugarró vera þitt eina markmið.
Ekki reyna að breyta eða refsa hinum aðilanum.

Veldu hamingju heldur en að hafa "rétt" fyrir þér.

Í stað þess að líta á fólk eins og það sé að ráðast á þig,skaltu sjá það sem óttaslgið í leit að aðstoð og kærleika.

Áramót 2007-2008


Fórum upp í bústað til að njóta áramótanna. Veðrið er ekki búið að vera gott en skemmtilegt að vera hér. Myrkrið er svo svart að ég þurfti að vera með vasaljós þegar ég fór út með hundana.


p.s
Við höfum alltaf val. Við getum hlustað á rödd kærleikans eða ráðleggingar egósins.

Þegar við höfum fengið inngöngu í skóla mun okkur vera kennt í samræmi við fyrra nám og skilning. Ekki er hægt að slepp úr stigum í lærdóms- og þroskaferlinu. Enginn getur stokkið beint úr leikskóla í háskóla
-Shri Yogi Hari. úr bókinni þekktu sjálfan þig e. Guðjón Bergman

Aramotaboð 30 des.

Fórum í matarboð til Gillu og Kristjáns sunnudagskvöldið 30 des, og var það alveg meiriháttar. Kata, Dóri og svo vinkona hennar Gillu, Fanney, sem er gift ítala og svo tveir ítalskir vinir þeirra voru í þessu fína boði. Þau voru búinn að panta kokk sem eldaði matinn, Ingvar Sigurðsson sem var kokkur á Argentínu.
Forréttur- lax, lúða og humar.
Aðalréttur- marinerað lambakjöt hægeldað.
Eftiréttur- skyramisú og súkkulaði mús.
Kaffi og svo fínar gerðir að koníaki að ég kann ekki að nefna það.
Rosa skemmtilegt kvöld og gaman að kynnast nýju fólki og vonandi eigum við eftir að hitta þau á ítalíu í framtíðinni.

Humarhúsið 28 des.

Fórum út að borða á Humarhúsið með Önnu og Dóra.
Þau buðu okkur fyrst í fordrykk til sín og Anna gerði alveg æðislegar snittur.
Notalegt kvöld.