Tuesday, January 30, 2007

Las Vegas







Fór á sýningu til Las Vegas á vegum REDKEN, þriggja daga námskeið, sýning og fyrirlestrar.
Gistum á Mandala Bay sem er efst á strippinu sem er aðalgatan.
Fór á frábæra sýningu með Circus Soleil sem heitir Love með musik eftir bítlana, og er sýningin alveg æði.
Það er svo mikið um að vera á sviðinu að það er varla hægt að fylgjast með öllu, hvar sem augað lítur þá er mikið um að vera.
Þetta er svona konfekt fyrir augað.
Endaði svo ferðina með tveimur nóttum í Orlando á hotel RIZ CARLTON GRAND LAKE og er það með því besta sem gerist.
Stærsta SPA í Florida og frábær líkamsræktaraðstaða, flottur sundlaugagarður og golfvöllur.
Vel heppnuð ferð.

Monday, January 15, 2007

Joga-kennara namið buið.










Kláraði jógakennaranámið í gær, semsagt útskrifaður.
Nú er bara að sjá til hvað verður,gaman væri að hafa aðgang af sal svo ég gæti haft hóp til að æfa mig.
En tíminn leiðir það í ljós.

Saturday, January 13, 2007

joga-skolinn


Var í jóga-skólanum í dag og var þetta næst síðasti dagurinn og af því tilefni fórum við nokkur niður í grasagarð í hádeigishléinu. Á morgun er útskrift.

Sunday, January 07, 2007

ELLIÐAVATN




Fór í nýársgöngu í dag þó komið sé fram í janúar.
Gengum skemmtilegan hring við Elliðavatn ( af hverju heitir það það?)
Enduðum í kaffi og með því hjá Röggu og Guðbrandi.
Æðislegur dagur.

Saturday, January 06, 2007

STORAFMÆLI








Héldum upp á afmælið hans Magga í gær en hann á ekki afmæli fyrr en 12 jan.
Komu ættingjar, vinir og samstarfsfólk og heppnaðist veislan alveg ljómandi.
Veitingar voru frá Á NÆSTUR GRÖSUM og voru þær vikilega góðar.
Maggi fékk heilmikið að gjöfum og þökkum við kærlega fyrir þær.

Monday, January 01, 2007

matarboð 29 des



Kata og Dóri buðu okkur í mat og Gillu og Kristjani. Mjög skemmtileg kvöldstund og góður matur.
Hundarnir fengu að koma með.