Las Vegas
Fór á sýningu til Las Vegas á vegum REDKEN, þriggja daga námskeið, sýning og fyrirlestrar.
Gistum á Mandala Bay sem er efst á strippinu sem er aðalgatan.
Fór á frábæra sýningu með Circus Soleil sem heitir Love með musik eftir bítlana, og er sýningin alveg æði.
Það er svo mikið um að vera á sviðinu að það er varla hægt að fylgjast með öllu, hvar sem augað lítur þá er mikið um að vera.
Þetta er svona konfekt fyrir augað.
Endaði svo ferðina með tveimur nóttum í Orlando á hotel RIZ CARLTON GRAND LAKE og er það með því besta sem gerist.
Stærsta SPA í Florida og frábær líkamsræktaraðstaða, flottur sundlaugagarður og golfvöllur.
Vel heppnuð ferð.