Monday, July 24, 2006

sumarið halfnað og rumlega það



Áttum góða helgi upp í bústað og fengum gesti, Elísabet kom með Skottu í kaffi á föstudag og Arnar og Kristjan komu á föstudagskvöld og borðuðu með okkur.
Gunni Sig og fjölsk kom lika í síðustu viku en við vorum ekki viðstaddir svo þau verða að gera aðra tilraun.
Diddú átti stórafmæli á laugardag og ætlar að halda upp á það í haust.
Komum heim á sunnudag og máluðum eina umferð yfir gluggana að utan og fundum þá tvö geitungabú sem ég held að við verðum að láta taka burt því þau eru svo nálægt dyrunum.

Monday, July 10, 2006

Gömul mynd af Gunnari


Fann þessa mynd í gömlu dóti.

þorsmörk







Ég, Maggi, Vala, Grétar og Elísabet fórum í Þórsmörk til að taka á móti gönguhópnum okkar sem var að koma Strútstíg og var það virkilega gaman að koma í Mörkina og hitta hópinn.
Svo grilluðum við öll saman á laugardagskvöldinu (Ragga og Guðbrandur sáu um matinn fyrir allan hópinn c.a 20 manns, fiskispjót og grænmetisspjót) og fórum á brennu og sungum saman.
Veðrið var æði en það koma næturfrost um nóttina og var allt hélað þegar ég kíkti út um klukkan fimm um morguninn.
Við vorum í nýja tjaldinu okkar sem er eins og HILTON og leigðum meira segja Völu eitt herbergi.

Sunday, July 02, 2006

NYTT LJOS I SUMARBUSTAÐINN