Thursday, April 20, 2006

sumardagurinn fyrsti



Skellti mér á skíði með Röggu , Guðbrandi og krökkunum og var það mjög gaman.
Hitti full af fólki sem ég þekkti og prufaði nýju stólalyftuna í fyrsta sinn.

Sunday, April 16, 2006

PASKAR 2006




Fórum á miðvikudag í heimsókn til bróðir hans Magga og fjölskyldu í Laugarás í Biskupstungum og gistum þar eina nótt í góðu yfirlæti.
Gengum meðal annars að Skálholtskirkju.
Fórum svo upp í bústað og var veðrið mjög gott allan timann, spiluðum m.a. Carasonne úti á palli í sól og blíðu.
Vöknuðum upp á laugardag við að jörðin var alhvít en það bráðnaði fljótt því það var svo gott veður.
Frábær helgi.

Friday, April 07, 2006

PETUR GAUTUR

Fórum á Pétur Gaut í þjóðleikhúsinu og er það mjög gott leikrit en ekki hægt að segja að það sé skemmtilegt en konfekt fyrir augað.
Svo tók ég mig til í dag og bókaði mig í ferð 21 júni á Hornstrandir í göngu og jóga ferð, farið verður í Hlöðuvik og gengið þar út frá. Vala vinkona ætlar að koma með og vonandi fleyri sem ég þekki.
Hlakka svo til.