Wednesday, December 28, 2005
jolin 2005
Fórum í bústaðinn og var það alveg æði en veðrið hefði mátt vera betra.
Fórum í göngu í skóginn hjá Tumastöðum og þar er svo há tré að þar inni var logn og gaman í komandi framtíð að kanna það svæði betur.
Svo þegar við komum í bæinn á annan í jólum þá komu Ragga og Guðbrandur til okkar og við gengum í kringum Vifilstaðavatn og er það mjög skemmtileg ganga, og svo hið árlega jóla-kaffi á eftir.
Rákumst á þenna líka fallega jólasvein.
Wednesday, December 21, 2005
Afmæli
Fékk í afmælisgjöf frá Magga bókina "MEÐ LÍFIÐ AÐ LÁNI " eftri jóhann Inga Gunnarsson og Sæmund Hafsteinsson.
Hlakka til að lesa hana.
Fékk svo margar afmæliskveðjur að ég veit ekki hvernig það verður þegar ég verð fimmtugur eða eldri.
Fékk meira að segja kveðju frá USA.
Takk takk
Hlakka til að lesa hana.
Fékk svo margar afmæliskveðjur að ég veit ekki hvernig það verður þegar ég verð fimmtugur eða eldri.
Fékk meira að segja kveðju frá USA.
Takk takk
Monday, December 19, 2005
Thursday, December 15, 2005
blogger
þegar maður er orðinn blogger þá á maður að blogga svo ég geri það.
En það er eitt vandamál að ég hef ekket til að blogga um nema að ég er í vinnunni og kem svo heim að sofa og er svo farinn aftur í vinnuna, það er hin eiginlega jólastemming hjá mér og nýt þess í botn.
Er einning búinn að gera allt fyrir jólin nema að setja jólakortinn í póst og læt fylgja með mynd af jólatrénu sem ég er löngu búinn að skreyta til að geta notið nú í des.
Svo segi ég að ég hafi ekki neitt að blogga um.....................
Monday, December 12, 2005
london
Fór til london á föstudag og kom heim í gær.Alltaf gaman að koma til london.
Borðuðum meðal annars shusi á ITZU sem er shusi-staður sem er með færibandi svo maður velur bara það sem manni langar í.Svo fórum við á söngleikinn MAMMA MIA sem er alveg æði og er búinn að sjá hann sex sinnum og altaf jafn góður.
Svo þegar ég kom heim fór ég á tónleika með ANTONY AND THE JOHNSSON í Fríkirkjunni í Reykjavík, mjög gaman og hefur söngvarinn svo spes rödd að annað eins er vart hægt að finna, einir af bestu tónleikum sem ég hef farið á.
Myndin er tekinn á Old Compton Street í SOHO.
heimasiða.
http://www.antonyandthejohnsons.com/
Thursday, December 08, 2005
gæfu spor
Ég er að lesa bókina Gæfu spor eftir Gunnar Hersvein og er hún alveg storkostleg.
Hún er um allt sem maður veit en er svo gott að minna sig á t,d í sambandi við lífið og samskipti við annað fólk.
Eitt sem mér finnst svo sterkt er.
"Náðin er kóróna sálarinnar,skynsemin er höfuðið og réttlætið er augun. Ástinn er hjartað, hugrekkið hendurnar, hófsemin búkurinn og frelsið er fæturnir".
Hún er um allt sem maður veit en er svo gott að minna sig á t,d í sambandi við lífið og samskipti við annað fólk.
Eitt sem mér finnst svo sterkt er.
"Náðin er kóróna sálarinnar,skynsemin er höfuðið og réttlætið er augun. Ástinn er hjartað, hugrekkið hendurnar, hófsemin búkurinn og frelsið er fæturnir".