Monday, March 21, 2011

Nói kominn með heilsuna aftur

Nói fór í aðgerð fyrir viku síðan 15. mars og annað augað var fjarlægt vegna þrystings, hugsanlega er það æxli eða þá að það hefur blætt inn á augað og var hann mjög kvalinn, en núna er hann með eitt auga og er ótrulega hress og orðin eins og hann á að vera, venst því mjög vel, glaður og ánægður. Frábært hvað er hægt að hjálpa dýrunum. Nökkvi var mjög góður við hann og hjúkraði honum eins og hann gat.





Sunday, March 13, 2011

Matarklúbbur á Góu 12. mars 2011

Vorum með matarklúbb í gær, Góugleði. Þemað var asiskt. Vorum við með miso súpu í forrétt og svo kinverska rétti í aðalrétt, kjúkling með cashew hnetum , súrsætt svínakjöt , rækju og grjónarétt, baunaspírurétt, humar í ostrusósu og svo vorum við með Bóhemköku sem við fengum uppskrift af í Gestgjafanum og fengum fyrst hjá Ingibjörgu.
Mjög skemmtilegt kvöld og allir glaðir.


Tuesday, March 08, 2011

LONDON 3.-6. MARS

Ég fór til London og hafði ljómandi góða helgi þar, gerð allt eins og vanalega nema að fara á Henrys sem ég saknaði mikið.
Maggi var heima og fór á IMARK og fékk Hvíta húsið þrenn verðlaun, sem var alveg frábært og Maggi hélt smá tölu vegna þess að að hann er formaður SIA. Svo á heimleiðinni frá London þá hitti ég Röggu Grétars og við gatum spjallað saman í smá stund út á vellli og sagði hún mér og sýndi myndir frá ferð sinni til Jordaníu ( Amman og Petru) mjög skemmtilegt að sjá og heyra, en hún var í vinnuferð þar og gat skoðað sig aðeins um í leiðinni.
(Með Magga á myndinni er Sigga sem vinnur með Magga)