Saturday, October 30, 2010

Matarboð sem átti að vera í ágúst.

Ég fór til Erlu og Þórðar í mat í gær í matarboð sem átti að vera í ágúst en frestaðist vegna þess að Erla lenti í árekstri þann dag og er búinn að vera að jafna sig síðan. Fengum góðan mat m.a sushi. Svo var heilmikið spjallað og svo dansað í lokinn. Skemmtilegt kvöld. Maggi komst ekki því hann var í vinnuferð í London og skellti sér á Prisillu í staðinn.











Dóri og Laulau

Fórum í mat til Hönnu Stínu og Guðmundar þar sem við hittum Halldór, Laulau og Alexíu Helgu frá Sviss. Gaman að hittast og spjalla og rifja upp minningar frá síðustu skíðaferð í Sviss þar sem við vorum öll saman.



Sunday, October 24, 2010

Haust í sumó

Fórum upp í bústað um helgina og höfðum það mjög gott, gott að núllstilla sig.
Fórum í göngu inn í Tumastaðaskóg og gengum mjög skemmtilega leið sem ég hef ekki farið áður en Maggi fór í haust með MA félögum. Svo fórum við í kaupstaðaferð inn á Hvolsvöll eins og hefð er fyrir og í sund.
Loksins er Eyjafjallajökull orðin hvítur og fallegur.








Saturday, October 16, 2010

Matarboð hjá Elísabetu og Grétari

Við og Vala fórum í gær til Elísabetar og Grétars.
Það var alveg eins og við mátti búast, frábært kvöld með frábærum mat. Góður kjúklingaréttur og svo Pavlova í desert.
Hekla var mjög glöð og kát að fá gesti og naut kvöldsins vel.



Thursday, October 14, 2010

Paul Mitchell námskeið í Birmingham

Ég og Kata fórum til Birmingham á námskeið hjá Paul Mitchell. Fórum fyrst til London og vorum þar í eina nótt og svo tókum við lest yfir til Birmingham.
Námskeiðið byrjaði á sunnudagsmorgni með sýningu og svo voru tvö námskeið eftir það og á mánudag voru tvö námskeið og sýning í lokin. Við vorum heilmikið með skvísunum á Touch.
Virkilega gott og gaman.
Við Kata fórum auðvitað á Priscillu á föstudagkvöldinu og skemmtum við okkur alveg ljómandi og svo vitanlega alltaf sushi á YO.









Monday, October 04, 2010

Matrklúbbur hjá Kötu og Dóra




Það var matarklúbbur á laugardaginn hjá Kötu og Dóra. Mjög góður matur, sveppaforréttur, nautalund með alles og Tíramísu sem sagt alveg frábært.
Skemmtilegur félagskapur.