Wednesday, September 29, 2010

Septemberlok

Fór upp í bústað á fimmtudag, það var fullt tungl og yndislegt veður.
Kom svo í bæinn á laugardag og fékk Snorra, Kristínu, Manga og Kristjönu í smá kík áður en við fórum saman í afmæli hjá Kaju í Gerplusalinn í Kópavogi.
Maggi var í haustferð með vinnunni norður á landi og fóru meðal annars á Rocky Horror.





Tuesday, September 21, 2010

England í September

Fórum til London í síðustu viku og vorum um helgina. Ég fór fyrr út og fór á yoga- tónleika í Alchemy- yogastúdío í Camden með Mirabei Ceiba.
Svo buðu Hreinn og Ingibjörg okkur í ferð um sveitir Englands og komu okkur svo sannalega á óvart með því að vera búin að panta hótel í Oxford og undirbúa það vel m.a að útbúa poka með dóti sem maður þarf til að lifa svona ferðir af, alveg frábær uppákoma. Svo fórum við aftur til London daginn eftir og áttum rólegt og gott siðdegi þar og fengum okkur sushi á YO á Polland street.
Svo á Laugardeginum fórum við á Henrys á Kings Road í Stellu og Nachos sem klikkar ekki og svo buðum við þeim á Mamma mía og út að borða á eftir. Frábær ferð í alla staði í góðum félagsskap.
Það var enn nokkuð gott veður og gróður mjög fallegur. Fórum í göngu í Holland Park þar sem er mjög fallegur gróður og sérstaklega einn parturinn með Dalium sem voru ótrúlega fallegar.








Saturday, September 11, 2010

Sumó í Sept

Gott að vera í sumarbústaðnum í fallegu veðri í sept.
Fór á fund í sumarbústaðafélaginu.
Við erum mjög ánægðir með nýju ljósin sem við keyptum í Tyrklandi.


Friday, September 10, 2010

Draumabíllinn

Þegar ég verð orðin stór þá ætla ég að fá mér svona bíl til að geta farið um landið þvert og endilangt.



Sunday, September 05, 2010

Brúðkaup hjá Alla og Rakel

Fór í brúðkaup til Alfreðs frænda og Rakelar sem var í Garðakirkju og svo veisla í safnaðarheimilinu í Áskirkju. Mjög gaman og fallegur dagur. Skemmtileg atriði í veislunni sem vinir þeirra voru með og mikill og fallegur söngur að ógleymdu hvað veitingarnar voru góðar.








Friday, September 03, 2010

Tyrkland

Fórum til Tyrklands í tíu daga. Vorum í þorpi sem heitir Turgitreis og er rétt fyrir utan Bodrum. Vala vinkona var með okkur og nutum við frísins öll mjög vel. Þetta var hótel með öllu inniföldu, mat og drykk, þannig að það var ljúft líf.
Það voru nokkrir veitingastaðir á hótelinu, hlaðborð, grill við sundlaugina, Tyrkneskur, Ítalskur, fiskitsaður og svo kínverskur og svo var einn mexikanskur staður sem var opinn í hádeginu.
Sólsetrið þarna er alveg einstakt og settumst við alltaf í drykk á barnum á ströndinni og fylgdumst með sólarlaginu. Nutum þess svo að sleikja sólina, synda í sjónum og slappa af og lesa skemmtilegar bækur. Ég kláraði bókina "Borða, biðja, elska" sem er alveg frábær.
Frábær ferð í alla staði og gaman að kynnast nýju landi.