Sunday, February 28, 2010

Feb 2010

Fór í kaffiboð til Guggu og Auðar síðustu helgi og Vala kom líka, gaman að hittast og spjalla en Maggi var í London.
Svo er loksins komin vetur hér í Garðabæ og allt á kafi í snjó og Nói og Nökkvi fíla það í botn. Maggi er búinn að moka planið nokkrum sinnum því það snjóar jafnóðum.
Svo dró ég fram gönguskíðin og rifjaði upp gamla takta.
Ljómandi góður febrúar og svo verður gaman í mars.




Wednesday, February 17, 2010

Skíðaferð til Sviss

Fórum á skíði til Les Collons í Sviss þar sem Halldór og Laulau búa og vorum með þeim þar í Chalet Icelandica. Hanna Stína og Guðmudur komu með okkur og vorum þar í viku.
Mjög skemmtilegt skíðasvæði og fallegt umhverfi og yndislegt hús.
Matterhorn (Toblerone fjallið) sáum við út um gluggana og fjöldan allan af öðrum tindum.
Húsið er í 1800 m hæð og fórum við hæst upp í 3300 m sem er Mont Fort.
Mjög skemmtileg ferð og gaman að vera með skemmtilegu fólki.
Við Maggi fórum á Varekai með Cirque de Soleil í Royal Albert Hall á leiðinni til Sviss og var það ógleymanleg kvöldstund.










Thursday, February 04, 2010

Nói og Nökkvi


Mamma ad gefa Nóa og Nökkva lifrapylsu sem þeim fanst ekki vond.