Sunday, June 28, 2009

Jónsmessa og yoga á Hornströndum








Fór á Hornstrandir í ferð sem heitir Jónsmessa og yoga, og ætlaði að vera í fimm nætur, en ég náði að vera eina nótt vegna þess að ég datt og handleggsbraut mig eftir fyrsta gögudag.
Við gengum frá Hlöðuvík yfir í Hælavík og þaðan uppá Hælavíkurbjarg og svo til baka í Hlöðuvík. Frábær göngudagur, gott veður, fínir yoga tímar og geggjað útsýni.
En svo datt ég í skálinni fyrir ofan skálann og setti hendina undir mig og hún brotnaði. Björgunarsveitin á Ísafirði var kölluð út og ég sóttur á bát og var kominn inn á Ísafjörð kl fimm um nóttina og fór á sjúkrahúsið þar. Þar var gert að brotinu og ég gat tekið flug kl níu um morguninn heim til Reykjavíkur.
Það gengur bara betur næst og þá get ég kanski klárað ferðina.

Friday, June 26, 2009

Sadhana í Júni


Skellti mér í Sadhana í morgun og var það alveg frábært þrátt fyrir handleggsbrot.

Mamma í mat


Mamma kom í mat í gær og var virkilega gaman að hittast og borða saman.

Monday, June 22, 2009

Aðalvik





Er á leið siglandi í Hlöðuvík, þetta er Aðalvíkin.

Saturday, June 20, 2009

Hvar er eg nu Ragga?





Rétt, ég er á Ísfirði.

Saturday, June 13, 2009

Hvar er ég Ragga?





Þeð rétt ég er á Þríhyrningi í æfingagöngu fyrir Hornstrandir.

Thursday, June 11, 2009

Námið búið




Þá er kennaranámið búið, tók próf í gær svo núna get ég farið að njóta sumarsins.
Það er virkilega gott að vera búinn með námið og búið að vera mjög góður vetur og gefandi.
WAHE GURU. SAT NAM.

Sunday, June 07, 2009

Sitges mai 2009





Vorum að koma heim frá Spáni. Vorum í Sitges þar sem við kunnum mjög vel við okkur.
Vorum heppnir með veður og nutum þess að slappa af í sólinni.
Ég notaði tímann vel og lærði fyrir prófið sem ég er að fara í á miðvikudag. Það er loka prófið í yoga kennaranáminu mínu.
Og búinn að gera verkefni sem ég á að skila líka. Mjög gaman og fræðandi en hefur tekið soldið mikinn tíma þannig að það verður gaman að klára þetta núna í vikunni.