Jónsmessa og yoga á Hornströndum
Fór á Hornstrandir í ferð sem heitir Jónsmessa og yoga, og ætlaði að vera í fimm nætur, en ég náði að vera eina nótt vegna þess að ég datt og handleggsbraut mig eftir fyrsta gögudag.
Við gengum frá Hlöðuvík yfir í Hælavík og þaðan uppá Hælavíkurbjarg og svo til baka í Hlöðuvík. Frábær göngudagur, gott veður, fínir yoga tímar og geggjað útsýni.
En svo datt ég í skálinni fyrir ofan skálann og setti hendina undir mig og hún brotnaði. Björgunarsveitin á Ísafirði var kölluð út og ég sóttur á bát og var kominn inn á Ísafjörð kl fimm um nóttina og fór á sjúkrahúsið þar. Þar var gert að brotinu og ég gat tekið flug kl níu um morguninn heim til Reykjavíkur.
Það gengur bara betur næst og þá get ég kanski klárað ferðina.