Friday, October 31, 2008
Friday, October 24, 2008
Tuesday, October 21, 2008
Sunday, October 12, 2008
Sumó 10-12 okt
Fórum upp í sumó um helgina og var það æði eins og alltaf. Það eru komnir svo fallegir haustlitir.
Fengum mjög gott veður á laugardag, fórum í sund á Hellu og svo fengum við kaffi og nýbakað brauð hjá Steinunni og Ísólfi, alltaf gaman að hitta þau.
Fórum svo í göngu, borðuðum góðan mat, og ég gat hlustað á nýju yoga diskana mína.
Skemmtileg og góð helgi.
Friday, October 10, 2008
Gönguferð í Chianti á Italiu
Ég fór til Italiu í gögnu, til þorpsins Greve sem er í Chianti héraði í Toscana.
Virkilega skemmtilegt þorp sem var gaman að koma til. Farastjóri var Einar Garibaldi og er gaman að ganga með honum því hann er svo fróður um umhverfið, söguna, mat og drykk.
Chianti er eitt frægasta vínræktarhérað Ítala.
Fórum í göngur á hverjum degi c.a 12 -20 km á dag. . Mjög skemmtilegt umhverfi að ganga í.
Fór svo til Rómar og var þar í nokkra daga með Völu vinkonu.
Róm er mjög skemmtileg borg og margt að sjá og njóta.
Leigðum okkur íbúð að góðum stað við "piazze de Popolo" og fórum á einn veitinarstað tvisvar sinnum því hann var svo frábær , hann heitir "Cul de Sac".
Skemmtileg ferð og vel heppnuð.