Saturday, September 10, 2011

Laugarás 7. - 12 sept

Vorum í síðbúnu sumarfríi í Laugarási. Mjög gott veður og yndislegt að vera hér.
Fórum meðal annars í Fontana á Laugarvatni sem er algert æði og svo fórum við á uppskerumarkað á Flúðum þar sem var hægt að kaupa ýmislegt sem er búið til í sveitinni. Við keyptum graflax sem er úr Hvítá sem er áin fyrir neðan húsið okkar og gulrætur og fl. Fórum líka á Sólheima í Grímsnesi og fengum okkur kaffi og köku. Gengum um í Sólheimum og nutum þess að vera á þessum fallega stað.
Fórum líka í Berjamó. Veðrið er búið að vera alveg æði, þó það hafi verið lítill lofthiti framan af.






Matarklúbbur hjá Kötu og Dóra 3. sept

Geggjað matarboð hjá Kötu og Dóra. Mjög skemmtilegt og gott kvöld. Dýrmætur hópur að eyða kvöldstund með.




Saturday, September 03, 2011

Framkvæmdir í nýja húsinu okkar ganga vel.






Friday, September 02, 2011

London 26-29. ágúst

Skelltum okkur til London um helgina og nutum þess að vera í þessari skemmtilegu borg.
Gott veður en það kom stöku skúr sem var bara gaman.
Fórum í göngu að London Eye og þar eftir bakkanum meðfram Times.