Sunday, July 24, 2011

Brúðkaup Ásgeirs og Báru.

Fórum í brúðkaup hjá Ásgeiri frænda og Báru í Garðakirku í gær og svo var glæsileg veisla í frímúrarasalnum í Hafnafirði með mat og öllu. Virkilega fín veisla.






Saturday, July 23, 2011

Urðarstígurinn

Nokkrar myndir af Urðarstíg, bæði fyrir og eftir breytingu.






Garðpartý

Fórum í garðaveislu hjá Sigrúnu og Alex á Sjafnargötu. Gott veður og gaman að geta verið úti.

Friday, July 22, 2011

Helgin 15.-17. júlí.





Erum búnir að búa í Reykjavík í mánuð. Okkur líður mjög vel og kunnum vel við okkur.
Erum búnir að afhenda bæði húsin, Garðabæ og sumarbústaðinn.
Nú er bara verið að byrja að innrétta húsið okkar í Biskupstungunum og verður gaman þegar það verður tilbúið og vonum við að það gæti orðið í september.
Fórum síðasta föstudag í mat til Hreins og Ingibjargar í Laugarás og Guðrún systir Ingibjargar var líka. Gaman að geta setið úti í góðu veðri og rabbað saman. Fórum í göngu að skoða okkar hús og svo fórum við aftur snemma á laugardagsmorgni til að sjá hvernig er að vera þarna á morgnana og hvar best er að sitja í sólinni.
Fengum Íslenskt lambakjöt sem er alltaf jafn gott og við komum með grafna gæsabringu og parmaskinku vafða utanum reyktan geitarost, Primadonna ost og franskt salami sem er þó Íslenskt.