Tenerife
Var að koma frá Tenerife og er það alveg ótrúlegt hvað munar mikið á verðrinu og ekki nema fimm klukkustunda flug.
Vorum á hóteli sem heitir Gran Tacande, alveg ljómandi hótel.
Gaman var að hitta Guggu vinkonu og Auði dóttir hennar og svo ekki síst Hrafnhildi mömmu Guggu.
Einnig kom Elísabet og var með okkur þannig að þetta var orðin hinn besti hópur þarna.
Mamma skemmti sér konunglega og náði að kikja aðeins í búðirnar.